Aðeins útvortis – Slönguspilin – Leiðtoginn
Aðeins útvortis – Slönguspilin – Leiðtoginn http://stakaconsulting.com/wp-content/themes/corpus/images/empty/thumbnail.jpg 150 150 Freyr Freyr http://0.gravatar.com/avatar/6fc7350236567ba89080c6738b689db3?s=96&d=mm&r=g- Freyr
- no comments
Aðeins útvortis
Matvæli og lyf eru merkt í bak og fyrir, leiðbeiningar fylgja. Við setjum nú ekki hvað sem er ofaní okkur hvenær sem er.
Ég hugsa nú stundum mitt þegar á augum eða eyrum dynur innantómt upplýsingaflóðið. Það má nú deila um hvort allt sem er sagt eða skrifað sé hæft til neyslu. Ég held a.m.k. að margt mætti merkja sem: „aðeins útvortis“.
Slönguspilin
Í hefðbundnu slönguspili er það teningurinn einn sem ræður hvort við komumst klakklaust á endareit. Í lífsins „slönguspilum” er teningum líka kastað en það munar meira um ýmislegt annað en teninginn.
Vitum við af hverju við viljum taka þátt? Hver er tilgangurinn? Af hverju langar okkur alla leið á toppinn? Hver er endareiturinn í raun?
Ef þetta er allt á hreinu þá trúi ég nefnilega að við séum öllu líklegri til að finna stigana og forðast slöngurnar, hvernig sem teningunum er kastað í lífsins „slönguspilum”.
Leiðtoginn
Fólk fylgir ekki leiðtoga vegna þess að leiðtogann langar til þess, heldur vegna þess að fólkið sjálft vill fylgja.
Langar þig að verða leiðtogi? Þá má spyrja. Hví ætti einhvern að langa að fylgja þér?
Related
- Post Tags:
- leiðtogi
- slönguspil
- útvortis
- Posted In:
- Þrenna vikunnar
You might also like
This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.
Leave a Reply