Af neyslu og lyst

Af neyslu og lyst 150 150 Freyr

Konan mín hefur ráð undir rifi hverju. Hún hefur fundið út að besta lyst á grænmeti hafa börnin rétt fyrir kvöldmatinn. Þegar lágt er orðið á tanknum fá þau grænmetisskál meðan þau horfa á barnatímann. Vittu til, skálin tæmist á augabragði. Grænmetið er góður forréttur og lystin á kvöldmatnum er góð. Við vitum hvað gerist ef börnin komast í sælgæti fyrir mat. Þau kvarta ekki, eru sæl og glöð en það sem þau fá í kroppinn eru næringarlausar hitaeiningar og það sem verra er, matarlystin er lítil sem engin þegar kemur að matartímanum.

Þetta minnir mig á lyst mína á skapandi og krefjandi verkefnum.

Ef ég vil hámarka afköst mín og árangur við skrif, eins og þennan pistil, þá geri ég það ,,fastandi“, fyrst að morgni áður en ég hleypi nokkru öðru að. Ég tryggi að slökkt sé á öllum tilkynningum í síma og tölvu. Ég hef aðeins opinn einfaldan ritil, þar sem ég sé ekki neitt annað en textann. Ég vil ekki hafa ,,sælgætisskál“ opna fyrir framan mig sem freistar mín. Að kroppa í ,,sætmeti“, eins og fréttir eða samfélagsmiðla í miðri krefjandi vinnulotu veit ég að slær mig út af laginu og ,,sköpunarlystin“ minnkar, jafnvel löngu eftir, ein rannsókn sýnir að áhrifa truflunar gætir í meira en 20 mínútur eftir að menn verða fyrir henni.

Að gera marga hluti í einu eða samhliða („múltítaska“) er það allra versta. Það minnkar ekki aðeins afköst og getu mína í augnablikinu heldur getur það minnkað andlega getu mína til langframa (sbr. rannsókn).

Ert þú nokkuð að gera sem skemmir þína sköpunar- eða lærdómslyst?

Freyr

Freyr Ólafsson stjórnendaráðgjafi og eigandi Stöku ehf

All stories by: Freyr

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

%d bloggers like this: