Óflokkað

Von um betrun – 280 stafir – Ör-fundarráð
Von um betrun – 280 stafir – Ör-fundarráð 150 150 Freyr

Von um betrun

Ég hef lesið ótal bækur um góð vinnubrögð og skilvirkni, enn fleiri greinar og góð ráð, hef skrifað pistla um málið, haldið fyrirlestra…

Ég ætti sem sagt að geta fært þér hina fullkomnu uppskrift. Mín niðurstaða. Hún er ekki til. Að minnsta kosti er ég sjálfur svo fullkomlega ófullkominn að flesta daga skripla ég á skötu.

En er það ekki bara ágætt? Ég get þá áfram glatt mig með lestri og grúski, í leit minni að hinu fullkomna skipulagi. Leit sem lýkur vonandi aldrei, því hvað er líf án vonar um endurbætt líf, rétt handan við hornið?

280 stafir

Mér finnst bækur bestar, með sinni dýpt og lengd. Skýrslur skýra, með myndum og gröfum. Einblöðungar uppáhald! Ydduð skilaboð, óþarfinn út. Holl samantekt. En æ oftar togar twitter lengd mig til sín. Hámark 280 stafir. Les frekar. Gríp betur. Læri. Bara kjarni. Hismið skilið frá.

Ör-fundarráð

Ef þú vilt létta dag og lund, þá leyf þér kveðja þvaðursfund.