Ertu rassálfur?
Ertu rassálfur? http://stakaconsulting.com/wp-content/themes/corpus/images/empty/thumbnail.jpg 150 150 Freyr Freyr http://0.gravatar.com/avatar/6fc7350236567ba89080c6738b689db3?s=96&d=mm&r=g- Freyr
- no comments
Ég vildi bara láta þig vita að ég hef hugsað mikið til þín undanfarið. Við pistlaskrifin hef ég átt það til að vera svolítið sjálfhverfur. Ég hef verið að hugsa um mínar eigin áskoranir og efasemdir. En síðan tók ég eftir að þú varst ekki heldur alveg viss. Ég vildi bara segja þér að þetta mun takast. Þetta mun fara vel. Ekki efast! Ekkert gerist samt af sjálfu sér. Þetta mun verða vinna. Eitt skref í einu, einn dag í einu. En vertu viss, þú ert manneskja sem gerir og getur. Þú hefur sýnt það áður og þú munt sýna það aftur!
Auðvitað er eðlilegt að þú fáir fiðring í magann og efist, það gera allir og það er eðlilegt. En næst þegar þú eða aðrir sá hjá þér efasemdarfræi, taktu því fagnandi, veittu því athygli. Ég get jafnvel gefið þér ráð. Fuglar borða fræ. Taktu fræið, horfðu vandlega á það í lófanum, þegar þú ert til, blástu því úr lófanum, sjáðu það lenda á jörðinni, horfðu á það og sjáðu svo fuglana koma að kroppa, pikka upp fræið og fljúga með það í burtu. Farið! Nú getur þú haldið áfram.
Hinn japanski Taiichi Ohno talaði fyrir djúpri rótargreiningu ef eitthvað fór úrskeiðis við framleiðsluferli Toyota. Fimm sinnum af hverju. Hann hefði líklega fallið vel inn í hóp rassálfa Ronju ræningjadóttur. Það er hollt og gott að vera rassálfur, ekki bara þegar eitthvað fer úrskeiðis, heldur líka til að finna út af hverju og til hvers að þú ættir að gera þetta? Ef þú spyrð þig áfram við hvert svar, nokkrum sinnum af hverju er líklegt að þú komist nær kjarnanum. Er markmiðið algjörlega ljóst? Af hverju ekki? Vittu til, þegar vissan er komin, raun ástæðan, raun löngunin, þá er eftirleikurinn miklu léttari.
Með alla þína vissu, efasemdarfræin upp étin, hvernig skipuleggurðu þá vikuna? Hve margar mínútur þarftu á dag í hvern þátt? Geturðu sett upp ramma fyrirfram þar sem þú ákveður hvernig þú vilt að vikan líti út? Hvaða athygli og tíma ætlarðu að gefa hverjum þætti? Hollt. Enn hollara er samt að gera upp vikuna, ekki stundum, heldur nákvæmlega alltaf, eftir hverja viku að skoða hvernig fór. Hélstu þér innan rammans? Nýttirðu vikuna í það sem þú ætlaðir þér? Ef ekki, þá er gott að gerast rassálfur, komast að rót vandans, breyta því sem þarf að bæta til að tryggja að næsta vika verði betri.
Takk fyrir mig og gangi þér innilega vel. Ég hef mikla trú á þér, enda full ástæða til!
Innblástur
Í vikunni hlustaði ég á bókina Indistractable, sjá hér á Audible, hér á pappír.
Ég get þakkað Samuel Thomas Davis fyrir að benda mér á bókina, hann sendi mér þessa samantekt.
Related
- Post Tags:
- af hverju
- efinn
- rassálfur
- Taiichi Ohno
- Posted In:
- Pistill
You might also like
This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.
Leave a Reply