Gagnabóndinn
Gagnabóndinn http://stakaconsulting.com/wp-content/themes/corpus/images/empty/thumbnail.jpg 150 150 Freyr Freyr http://0.gravatar.com/avatar/6fc7350236567ba89080c6738b689db3?s=96&d=mm&r=g- Freyr
- no comments
Gleðilegan bóndadag!
Í mjólkurframleiðslu hefur, líkt og á mörgum öðrum sviðum, orðið bylting síðustu áratugina. Nútímabóndinn er ekki bara kúabóndi, hann er líka gagnabóndi. Góð mjólkurnyt er minnst tilviljun eða heppni. Nytin byggir frekar á natni bóndans við að sinna sínu, rýna í gögn, stilla breytur. Hiti, lýsing, fóður, efnainnihald, tími og tíðni gjafa og mjalta er nú eitthvað sem (gagna)bóndinn horfir til í viðleitni sinni við að fjölga góðu dögunum í fjósinu, auka nytina. Bóndinn þarf að horfa á heildarmyndina, tryggja að kúnum líði vel, þær fái sitt, til að þær skili sínu.
En hvað með bóndann sjálfan, er hann nokkuð að gleyma sjálfum sér? Þess þarf ekki. Með snjöllum græjum getur hann nú mælt og skráð magn og gæði svefns, næringar og hreyfingar. Hann getur auðveldlega mælt tímann sem hann eyðir í áætlanagerð og endurskipulagningu, fjármál vs. fréttir, viðhald á húsum vs. viðhald á eigin skrokki og eflingu andans.
Með einfaldri daglegri skráningu og einkunnagjöf daganna, á skala frá 1-10, getur bóndinn síðan greint hvað það er í raun sem tryggir gæði hans eigin daga. Hvort heldur hann missir allt í skrúfuna, eða allt er upp á tíu, þá má rýna í orsökina? Er það í raun svefninn, hreyfingin, morgunrútínan eða kannski samskiptin í sveitinni eða samfélagsmiðlum, sem er lykillinn að góðum degi? Með gögn við hendina þarf ekki lengur að giska. Góðir dagar gagnabóndans eru sjaldnast heppni, ekki frekar en nytin í fjósinu.
Pistill birtur í tilefni bóndadagsins 2021. Frumútgáfa af þessum pistli, þá ekki sniðin að bóndanum sjálfum, birtist fyrst sem Þrenna vikunnar.
Related
- Post Tags:
- bóndi
- einkunn
- gagnabóndi
- skipulag
- Posted In:
- Pistill
You might also like
This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.
Leave a Reply