Gleðilegt ár!

Gleðilegt ár! 150 150 Freyr

Senn líður árið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka, frekar en fyrri ár. Þó árið líði þá er engin stund til að iðrast, heldur þakka fyrir það sem liðið ár færði okkur af upplifun og reynslu, sárri og biturri, jafnt sem og góðri og gefandi.

Þessi miðvikudagur er síðasti virki miðvikudagur ársins, pistlar ársins verða því ekki fleiri, of seint að iðrast yfir óskrifuðum pistlum. Ég hóf þennan skrifsprett á miðju ári þegar ég kom á þessari miðvikudagsvenju minni. Þar var lagt upp í ferð án fyrirheits, aðeins komið á lítilli saklausri venju, á miðvikudagsmorgnum birti ég pistil. Nú tuttugu og níu vikum síðar liggja eftir tuttugu og níu pistlar, hér. Hvort haldið verður áfram á nýju ári verður að koma í ljós.

Á þessum tímamótum er mér efst í huga þakklæti. Ég er sérstaklega þakklátur fyrir lestur ársins, án lesturs væri til lítils að skrifa. Ég er þakklátur fyrir öll góðu samtölin, verkefnin og áskoranirnar sem hafa veitt mér innblástur á árinu, þakklátur þeim sem hafa skrifað áhugaverðan texta í færslum, pistlum og bókum sem hafa kennt mér ótal margt. Ég er sérlega þakklátur bræðrum mínum fyrir yfirlestur og ábendingar og fjölskyldunni fyrir stuðning og umburðarlyndi.

Okkar bíður nýtt magnað ár, Ólympíuár, hlaupár, ár sem er óskrifað blað fyrir mig og þig og þannig klárlega ár tækifæranna. Megi árið 2020 verða þér og þínum einstakt, ánægjulegt og gott. Gleðilegt ár!

Freyr

Freyr Ólafsson stjórnendaráðgjafi og eigandi Stöku ehf

All stories by: Freyr

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

%d bloggers like this: