Hreiðrið yfirgefið – Getan – Þögnin
Hreiðrið yfirgefið – Getan – Þögnin http://stakaconsulting.com/wp-content/themes/corpus/images/empty/thumbnail.jpg 150 150 Freyr Freyr http://0.gravatar.com/avatar/6fc7350236567ba89080c6738b689db3?s=96&d=mm&r=g- Freyr
- no comments
Hreiðrið yfirgefið
Sem faðir velti ég oft fyrir mér hvort ég sé að gera nóg fyrir börnin mín. Hvort ég sé að búa þau nógu vel undir að yfirgefa hreiðrið. Efast. Langar að gera betur.
Er sama hugsun holl fyrir vinnustaði? Að stjórnendur hugsi ekki aðeins um hvernig starfsmenn nýtast í núinu, heldur velti fyrir sér hvort verið sé að gera nóg til að búa þau undir að yfirgefa „hreiðrið“?
Hvað getum við gert? Við fræðum og hvetjum, reynum að efla sem við mest megum. Við færum þeim tól og verkfæri, ráð og ábendingar sem nýtast til langrar framtíðar. Hugsum um þeirra langtíma hagsmuni fyrst og fremst.
Er til betri leið? Hvað mun starfsmaðurinn segja um slíkan vinnustað að skilnaði? Já, eða af hverju ætti viðkomandi yfirhöfuð að vilja yfirgefa slíkan vinnustað?
Getan
Nýi málsháttur vikunnar: Meta mætti að meiru margur eigin getu!
Þögnin
Hvað er þögn nema tilgangslaust tóm? Aumt gat til að fylla? Ekki endilega. Þögnin getur einmitt verið einstök uppspretta afls og áhrifa.
Rétt tímasett þögn er oft áhrifamesti hluti ræðunnar. Upp úr þögn fundarins rísa leiðtogar, meðan aðrir hika og horfa í gaupnir sér.
Í þögn og næði fáum við ekki aðeins kærkomið tækifæri til hvíldar, heldur einnig til að tengja saman hugmyndir og hugsanir, meðvitað og ómeðvitað.
Í þögn eftir krefjandi spurningu getum við fundið svör sem við vissum ekki að við hefðum.
Related
- Post Tags:
- Getan
- Hreiðrið
- Málsháttur
- Þögn
- Þögnin
- Posted In:
- Þrenna vikunnar
This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.
Leave a Reply