Hrífandi texti- Nýsköpunaruppskrift – Á morgun

Hrífandi texti- Nýsköpunaruppskrift – Á morgun 150 150 Freyr

Hrífandi texti

Hvað þarftu til að hrífa fólkið með? Gæti hnitmiðaður texti gert gæfumuninn? Myndrænn, hvetjandi og skiljanlegur texti sem heillar hvern sem heyrir eða les? Jafnvel heila þjóð?

„Við veljum að fara til tunglsins. Við veljum að fara til tunglsins áður en áratugurinn er allur, […] ekki vegna þess að það er létt, heldur vegna þess að það er erfitt, því þetta markmið mun nýtast okkur við að ná utanum og mæla okkar fremstu krafta og færni, því þetta er áskorun sem við viljum takast á við, erum ófáanleg til að fresta, og ætlum okkur að sigrast á[…]” John F. Kennedy, 12. sept 1962

Nýsköpunaruppskrift

Áhöld og efni:

1 klár kollur, helst fleiri auk óþrjótandi úthalds

1 pottur

10 hugmyndir, ósíaðar

1 niðurskurðarhnífur, flugbeittur

Hendið 10 hráum hugmyndunum í pott. Skolið ekki. Stelið jafnvel frá öðrum.

Látið liggja í pottinum í a.m.k. eina nótt.

Hrærið í að morgni og hendið úr því sem illa þolir nýju dagsbirtuna.

Leyfið bestu hugmyndunum að krauma áfram.

Áður en rétturinn er tilbúinn, sýnið og smakkið til með sem flestu fólki.

Betrumbætið og kryddið.

Takið loks upp úr pottinum og berið fram snotra litla bita á fallegu fati (viðbúin að þurfa að bæta enn næstu hræru).

Á morgun

Það er svo gott við þessa daga að það kemur alltaf einn til. Þó gærdagurinn hafi ekki farið að óskum, þessi fari jafnvel stirðlega af stað, þá má alltaf nýta það sem eftir lifir dags til stilla sig af fyrir nýtt upphaf, fyrir breytingar til hins betra… Á morgun!

Freyr

Freyr Ólafsson stjórnendaráðgjafi og eigandi Stöku ehf

All stories by: Freyr

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.