Hundurinn og rófan – Örbylgjuhoppið – Tíminn og textinn
Hundurinn og rófan – Örbylgjuhoppið – Tíminn og textinn http://stakaconsulting.com/wp-content/themes/corpus/images/empty/thumbnail.jpg 150 150 Freyr Freyr http://0.gravatar.com/avatar/6fc7350236567ba89080c6738b689db3?s=96&d=mm&r=g- Freyr
- no comments
Hundurinn og rófan
Stundum elti ég óróann inni í mér eins og hundur rófuna sína. Finn mig við skjáinn í endaleysu. Álíka kjánalegur og hundurinn, sé horft úr fjarska. Þá þarf ég að minna mig á að ég, rétt eins og hundurinn, á mér þjálfara. Sá er í öðrum hluta heilans, þessum skynsama.
Þessi “innri þjálfari” blæs því miður yfirleitt of seint í flautuna, eða ég hlusta ekki á hann, í öllum hamaganginum við að elta eigin rófu við skjáinn.
Hvað er til ráða?
- Við getum kennt “hundinum” í okkur að hann leiki ekki frjáls, án þjálfara, hvenær sem honum dettur í hug!
- Við getum skipulagt og bókað fyrirfram skjátímann, svo endaleysan fái enda!
- Við verðum að tryggja að “flaut þjálfarans” sé þannig að við tökum eftir því!
Mikilvægt er að við séum umburðarlynd gagnvart “dýrinu” í þjálfuninni, reynum að skilja hvað fær það til að stökkva af stað, fyrirgefum því þegar það fer út af brautinni og reynum að læra inn á það.
Gott er einnig að hafa í huga að allir afþreyingar-hugbúnaðar-framleiðendur heimsins þekkja “hundinn” í okkur út og inn og leika á hann alla daga! Ef við leyfum „hundinum“ að eiga leika sér ólar- og þjálfaralausum alla daga í slíku umhverfi, þá er nú nokkuð fyrirséð hvernig fer!
Örbylgjuhoppið
Hefurðu heyrt sögu Íedu Jónasdóttur Herman? Við Íslendingar kynntumst henni sem óstöðvandi töffara á tíræðisaldri. Mér gaf hún innblástur og ráð sem ég hugsa oft til.
Dæmi: Íedu fannst illa farið með tímann að bíða aðgerðalaus eftir örbylgjuofninum. Íeda bjó til “örbylgjuhoppið”. Hún notaði malið í örbylgjuofninum sem áminningu um hreyfingu. Hún hoppaði og hoppaði, án afláts, þar til ofn-bjallan gall. Lítið trix sem hélt henni á tánum, í orðsins fyllstu, langt fram á tíræðis aldur!
Tækifærin fyrir “örbylgjuhoppin” leynast víða. Okkar er að grípa þau!
Tíminn og textinn
Eftir slíka langloku má hugsa til Woodrow Wilson sem var spurður hvort hann gæti gefið 5 mínútna ræðu sem snöggvast? “Nei, alls ekki! Slíka ræðu tekur mig eina til tvær vikur að undirbúa, en ef ég má tala í klukkutíma eða meira, þá er ég tilbúinn strax!”
Related
- Posted In:
- Þrenna vikunnar
You might also like
This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.
Leave a Reply