Hvernig sefur þú í vinnunni?

Hvernig sefur þú í vinnunni? 150 150 Freyr

Afi á Heiði átti sína stund og sinn stað, sína aðferð, sinn bedda. Pabbi hafði sína aðferð. Á bakinu, olnbogabót yfir augun, útvarpið á.

,,Þetta er á Veðurstofu Íslands veðurspá. Skammt suður af landinu er víðáttumikil 1028 millibara…”

Þetta var yfirleitt nóg. Andardrátturinn þyngdist. Eftir hádegislúrinn kom svo í ljós hvort einhver hafði enst alla leið inn í Suðurlandsspána. Þar var ekki á vísan að róa. Það sem ekki brást að menn voru heldur betri eftir en fyrir.

Nú er komin ný kynslóð. Nýir tímar. Nú þarf ekki að leggja sig í hádeginu. Það er heldur enginn tími. Hvað ætli vinnufélagarnir segi? Yfirmaðurinn? Það er klárt veikleikamerki að leggja sig! Eða hvað?

20130508_164828

Nú er ég yfirmaðurinn. Ég reyni að fara á undan með góðu fordæmi. Geri það sem ég tel skila bestum afköstum og einbeitingu yfir daginn.  Nú legg ég mig í hádeginu, ef ég mögulega get. Af hverju? Michael Hyatt orðar það betur en ég gæti nokkru sinni í þessari grein.

Aðstaðan er ekki háþróuð. Það er æfingadýnan, púði úr sófa og fermingarteppið frá Rúnu frænku. Í eyrunum því miður ekki eintóna veðurlýsing af Bústaðavegi, heldur snark í eldiviði. Relax timer af Google Play. Nútíminn er hér.

Loksins er ég að verða maður með mönnum. Með teppi yfir eins og afi á Heiði. Höndin yfir eins og pabbi. Sama gildir. Ég er heldur betri á eftir.

Hvernig sefur þú í vinnunni?


Endurbirt í tilefni af 100 ára ártíð afa, Þorsteins Oddssonar frá Heiði á Rangárvöllum, fæddur 23. okt 1920.

Pistill áður birtur á https://blandan.wordpress.com 14. maí 2013 sem hluti af fyrsta opinbera skrifspretti höfundar.

Freyr

Freyr Ólafsson stjórnendaráðgjafi og eigandi Stöku ehf

All stories by: Freyr

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

%d bloggers like this: