Hvernig verðu bestu stund dagsins?

Hvernig verðu bestu stund dagsins? 150 150 Freyr

Eitt er að verja og annað er að verja!

Stundir dagsins gefa mis mikið af sér. Munurinn á okkar bestu stundum og öðrum lakari er sjaldnast fáein prósent, heldur margfeldi, sérstaklega í skapandi vinnu og krefjandi. Þá er spurningin. Ef þú ert búin(n) að finna út hvernig þú ætlar að verja þinni bestu stund, hvernig verðu hana þá? Okkar bestu ættum við að verja með kjafti og klóm!

Til að verja stundina þarf gjarnan, líkt og í skák, að hugsa nokkra leiki fram í tímann. Ákveða staðinn og stundina, ákveða áminningu/kveikju (e. trigger), undirbúa daginn áður allt sem þarf, láta samstarfsfólk vita að þín gæða stund gefur gull í mund, eykur afköst og léttir lund!

Ef næði er uppspretta góðra hugmynda og afkasta, hvernig tryggirðu þú þá næðið? Sama á við ef lykillinn er hreyfing, næring, svefn, vel undirbúinn verkefnalisti frá kvöldinu áður, hljóðvist, umhverfi…? Hvers virði er stundin? Hversu langt ertu tilbúin(n) að ganga til að verja hana? Gera hana góða?

Fyrir suma er besta stundin jafnvel utan skrifstofunnar, hreyfing eða íhugun, ómetanleg samvera. Hvernig tryggirðu þá að þú náir þessari ómetanlegu stund, látir hana ganga fyrir öðru og látir ekki daga eða vikur líða án þinnar bestu?

Ef þú verð vel og vandlega þína bestu stund, eru auknar líkur á að þú náir að verja vel þinni bestu stund!

Freyr

Freyr Ólafsson stjórnendaráðgjafi og eigandi Stöku ehf

All stories by: Freyr

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

%d bloggers like this: