NTÍ stokkar upp í UT málum með Stöku stjórnendaráðgjöf

NTÍ stokkar upp í UT málum með Stöku stjórnendaráðgjöf 150 150 Freyr

Íslendingar þekkja óþægilega vel óblíð náttúröflin, sem ekkert fær hamið eða við ráðið. En þó við ráðum ekki við náttúruöflin, þá eigum við hér á landi ágætis ráð til að eiga við eftirköstin. Þar leikur NTÍ, Náttúruhamfaratrygging Íslands, lykilhlutverk. NTÍ tryggir helstu verðmæti gegn náttúruhamförum og því þarf stofnunin alltaf að vera klár með sitt, hvað sem á dynur, til að geta með sem bestum og skilvirkustum hætti stutt við þá sem hafa orðið fyrir skaða.

Til þess að tryggja enn traustari rekstur í UT málum til lengri tíma þá stokkaði stofnunin aðeins upp. Freyr Ólafsson frá Stöku stjórnendaráðgjöf var fenginn til að vinna með NTÍ að þessu verkefni. Nú er árangursríku samstarfi að ljúka. Báðir aðilar kátir því markmið náðust og vel það.

Gengið hefur verið frá nýjum samningum um hýsingu, rekstur og þjónustu við Fjölnet ehf. og við Sensa ehf. varðandi hugbúnaðarleyfi. Samningum sem eru sérstaklega lagaðir að þörfum NTÍ og er ætla að tryggja góðan upplýsingatæknirekstur við hvers kyns krefjandi aðstæður s.s. eftir náttúruhamfarir.

Hulda Ragnheiður segir: „Það er ómetanlegt að fá aðila með sérfræðiþekkingu til að aðstoða við útboð og samningagerð. Það var einstaklega þægilegt að vinna með Frey, hann hefur innsýn í báðar hliðar samningsins, á auðvelt með að setja sig í spor stjórnandans sem kaupir þjónustuna og seljandans sem mun veita þjónustuna til lengri tíma.“

Freyr Ólafsson stjórnendaráðgjafi hjá Stöku ehf.: „Það var sérstaklega ánægjulegt að fá innsýn í kraftinn og útsjónarsemina í rekstri NTÍ. Stofnunin er ekki stór, en öflugt starfsfólk í hverri stöðu, sem er sífellt að leita að leiðum til að bæta sig og sinn rekstur, er sannarlega drauma samstarfsaðili stjórnendaráðgjafans. Það var því engin tilviljun hversu vel þetta verkefnið gekk.“

Að ofan eru þau kampakát saman á mynd Hulda Ragnheiður Árnadóttir framkvæmdastjóri NTÍ, Freyr Ólafsson stjórnendaráðgjafi frá Stöku og Tinna Hallbergsdóttir upplýsingatækni- og þjónustustjóri NTÍ.

  • Posted In:
  • Engir flokkar
Freyr

Freyr Ólafsson stjórnendaráðgjafi og eigandi Stöku ehf

All stories by: Freyr

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.