Reglulega gott
Reglulega gott http://stakaconsulting.com/wp-content/themes/corpus/images/empty/thumbnail.jpg 150 150 Freyr Freyr http://0.gravatar.com/avatar/6fc7350236567ba89080c6738b689db3?s=96&d=mm&r=g- Freyr
- no comments
Hvað er reglulega gott og hvað er gott reglulega? Það er spurning? Ég er nýkominn af ættarmóti. Það var hvort tveggja. Reglulega gott ættarmót sem er gott að halda reglulega. Hæfilegur skammtur? Annað hvert ár? Suma væri líklega í fínu lagi að hitta sjaldnar.
Snjallsímarnir okkar eru góðir til að halda reglu á góðum verkefnum eða áminningum. Margir nota dagatal með viku-, mánaðar- eða daglega endurteknum áminningum. Með tólum eins og Remember The Milk, Todoist eða Asana má halda utanum endurtekin verkefni og áminningar á þægilegan hátt. Með þeim má sannarlega setja upp allskonar takt eins og í dagatali en einnig að halda utanum söguna. Safna má saman hvernig gekk á milli áminninga, hvort heldur liðin er vika, hálfur mánuður eða ákveðinn dagafjöldi. Síðast en ekki síst tryggja þessi öpp að verkefnið flýtur ekki framhjá þér án þess að þú a.m.k. smellir á það sem afgreitt.
Verkefnum má hæglega snúa upp í krefjandi spurningar, endurteknar. Í mínu appi hef ég komið fyrir spurningum sem ég nota til að ýta reglulega við mér, í tvennum skilningi:
- Hve mikið titruðu taugarnar í vikunni? (Hve mikið „Emotional Waste“). Hvers vegna? Hvernig get ég minnkað titringinn í næstu viku?
- Hver var bæting vikunnar? Hverju breytti ég til batnaðar í vikunni? Hverju vil ég breyta í þeirri næstu?
- Náðust fjölskyldumarkmiðin? Samvera, nærvera? Plön næstu viku?
- Ertu á réttri leið til að ná árs markmiðinu? Þarftu að breyta einhverju næsta hálfa mánuðinn til að rétta þig af?
- Hver var árangur mánaðarins? Hreyfing, sala, fróðleikur?
Með því að halda utanum spurningarnar í appi get ég auðveldlega breytt og bætt ef einhverjar eru hættar að hjálpa eða ýta við. Með því að tóna spurningarnar til geta þær þannig orðið eins og besta ættarmót. Reglulega góðar og góðar reglulega!
Related
- Posted In:
- Pistill
This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.
Leave a Reply