audible

Orginal – Flæðið – Tímamót
Orginal – Flæðið – Tímamót 150 150 Freyr

Orginal

Öfundin dó um helgina þegar ég hlustaði á gamlan hlaðvarpsþátt með Naval Ravikant.

Naval fór með svipaðan frasa og Sálin hans Jóns míns um árið: “Ég er bara ég, þú ert bara þú!” Eða eins og Naval sagði… Öfundarðu manneskju af einhverju? Þá er holt að spyrja sjálfa sig: Myndi ég í alvöru vilja skipta og verða þessi manneskja. Taka við öllum hennar góðu kostum en líka göllum? Glata um leið öllu því sem ég kann að meta í mínu eigin fari? Nú, ef ekki, út með öfundina og njóttu þess að þú ert bara þú! Eðal orginal!

ps. Viðtal Shane Parrish við Naval finnur þú hér.

pss. Orginal Sálar textann má lesa hér.

Flæðið

Í hvers konar verkefnum gleymirðu þér? Kemst í óstöðvandi “flæði”, í “sónið”? Ættirðu að gera meira af slíku? Minna af öðru? Getur uppspretta afkasta og hamingju á stundum leynst í sömu lind? Í vinnunni sjálfri?

Tímamót

Ég hugsa til stærstu tímamótanna í lífi mínu með miklu þakklæti. Mikilvæg skref fram á við. Ég leyfi mér að segja að ég sé breyttur og bættur maður eftir.

Fyrsti kossinn. Sambandið. Brúðkaupið. Börnin. Áskriftin að Audible.

Kvöldsins önn og Audible
Kvöldsins önn og Audible 150 150 Freyr

Hefur þú verið kominn að fótum fram í önnum kvölds. Uppvask hörmung og pína? Við öllum vanda má finna ráð. Mitt ráð er Audible. Ég hef áskrift upp á eina hljóðbók á mánuði. Svæsnustu diskar geta orðið að gleðigjöfum með rétta hljóðbók í eyra. Nokkrar af mínum uppáhalds hljóðbókum þetta árið eru eftirfarandi:

How Google Works
The 4 hour workweek
The power of habit