Þrenna vikunnar: Um óþarfar efasemdir, verkefni númer eitt og eina gagnlega kveikju
Þrenna vikunnar: Um óþarfar efasemdir, verkefni númer eitt og eina gagnlega kveikju http://stakaconsulting.com/wp-content/themes/corpus/images/empty/thumbnail.jpg 150 150 Freyr http://0.gravatar.com/avatar/6fc7350236567ba89080c6738b689db3?s=96&d=mm&r=gÓþarfar efasemdir
Getur verið að þínar eigin áhyggjur af því hvað öðrum finnst séu bara það, eigin áhyggjur í þínum eigin kolli? Hinir mögulega í nákvæmlega sömu stöðu? Með fullan koll af pælingum um efasemdir annarra?
Ef það er eitthvað sem þú mátt efast meira um, þá er það líklega efasemdir allra hinna!
Númer eitt
Það er mikill munur á sigri eða tapi, stundum allt eða ekkert, „The winner takes it all“, söng ABBA. Fyrsta sætið er allt, annað er aumt og kalt.
Hvort þú endar á toppnum eða ekki getur síðan ráðist af því hvernig þér gengur að finna út hvern dag, hvaða verkefni ætti að vera í fyrsta sæti hjá þér og hvað ekki! …og hér tölum við ekki í fleirtölu!
Ertu með á hreinu hvað ætti að vera þitt topp verkefni í dag? Ætlarðu að sinna því fyrst? Mest og best? Klára áður en þú æðir inn í áreitisstorminn? Leyfðu minna mikilvægum málum að húka úti: „The loser’s standing small“!
Ein kveikja
Ósjálfráða kerfið í kollinum okkar á það til að leika okkur grátt. Stundum lætur það einn lítinn hlut í umhverfi okkar verða kveikju að vondri venju. Þá er að finna krók á móti bragði!
Geturðu fjarlægt eina neikvæða kveikju úr þínu umhverfi fyrir aðra sem gagnast þér betur?
Endurtakist að vild.