sala

Þrenna vikunnar: Veröld breytinga – Láttu ekki bransann blöffa þig – Hinn og salan
Þrenna vikunnar: Veröld breytinga – Láttu ekki bransann blöffa þig – Hinn og salan 150 150 Freyr

Veröld breytinga

Við ráðgjafar erum sjaldnast kallaðir til til að viðhalda ástandi í rekstri. Kemur þó fyrir. „Þetta er allt í lagi hjá okkur, er það ekki? Við þurfum ekkert að flýta okkur að breyta neinu, er það?“ Vondar fréttir. Veröld dagsins er veröld breytinga, um allan heim. Þar sem nýjungar koma nú jafnt frá Kaliforníu sem Kópaskeri.

Hik er tap. Þín eru tækifærin! Ef þú grípur þau ekki, þá mun sá næsti gera það og gera þig að næst besta kostinum eins og hendi sé veifað!

Láttu ekki bransann blöffa þig!

Þó heimurinn breytist hratt, þá þróumst við sem tegund óskaplega hægt. Bragðskyn okkar hefur þróast í gegnum árþúsundir þannig þeir sem nærðust á sætu, söltu og feitu komu genum sínum frekar til næstu kynslóðar. Að treysta bragðskyninu einu í blindni í dag er varasamt í meira lagi, þökk sé örri þróun í matvælaframleiðslu og þekkingu bransans á okkar innbyggðu veikleikum. Láttu ekki bransann blöffa þig!

Athygli okkar og viðbragð þróaðist eins og annað á óvæginn hátt. Þeir sem ekki tóku eftir, eða brugðust við áreiti, alvöru hættum, hrundu af genavagninum. Að stökkva til og elta allt það sem vill fanga athygli okkar á snjalla skjánum í dag er varasamt í meira lagi. Þökk sé örri þróun í hugbúnaðargerð og þekkingu bransans á okkar innbyggðu veikleikum. Láttu ekki bransann blöffa þig!

Hinn

Ekki gleyma að í sölu og þjónustu þá snýst málið ekki um þig, heldur hinn, um viðskiptavininn, skjólstæðinginn! Hver er hann? Hvað er hann að pæla? Hver eru hans vandamál? Leystu þau og vittu til, báðir brosa við uppgjörið.

Þrenna vikunnar: Facebook, dugnaðar dellan og salan
Þrenna vikunnar: Facebook, dugnaðar dellan og salan 150 150 Freyr

1 – Tæknitrix – Facebook.com/notifications:

Viltu nota Facebook meira en Facebook notar þig? Hugmynd: Hentu út Facebook appinu, smelltu bókamerki inn í vafrann á: http://facebook.com/notifications Með þessu móti geturðu séð allar tilkynningar, án þess að láta tímalínuna toga þig og þína athygli til sín (eins og hún er hönnuð til að gera)! Ps. ekki klikka á að stilla tilkynningar þannig að sjáir aðeins ábendingar frá ómissandi hópum og síðum.


2 – Dugnaðar dellan!

Gætum okkur á dugnaðar dellunni. Þreyta má aldrei verða mælikvarði, hvað þá markmið. Það er oft gaman að taka á því, svitna, redda málum, en hví það, ef skynsemi og skipulag er það sem kemur þér af öryggi fyrst í mark?


3 – Viltu selja?

Að selja er að hjálpa. Að selja er að hlusta. Að selja er að skilja. Hvað getur þú gert í dag til að hjálpa, hlusta og skilja betur?