Þjálfari ársins – Bruðlað – Dásemd
Þjálfari ársins – Bruðlað – Dásemd http://stakaconsulting.com/wp-content/themes/corpus/images/empty/thumbnail.jpg 150 150 Freyr Freyr http://0.gravatar.com/avatar/6fc7350236567ba89080c6738b689db3?s=96&d=mm&r=g- Freyr
- no comments
Þjálfari ársins
Í vikunni var vinur minn Vésteinn Hafsteinsson, kastþjálfari, kjörinn þjálfari ársins í Svíþjóð. Maður sem leiðir áfram afreksfólk alla leið á toppinn, efsta pall á Ólympíuleikum. Endurtekið!
Véddi veit allt um kasttækni, seigur í tölvutækni, en fyrir mér skarar hann mest framúr í „manntækninni”. Að hlusta, setja sig í spor annarra, skilja. Hann hvetur einlægt af kærleika, án meðvirkni! Tekur erfiðu samtölin! Virkjar aðra og vinnur með.
Við vitum líka að afreksfólkið hans Védda nær árangri því það vinnur af aga eftir útpældu skipulagi þar sem unnið er í aðalatriðinum, því sem skilar árangri í greininni, annað forðast! Þess gætt að heildar álagið sé ekki of mikið, svo enginn brotni. Það er engum til góðs.
Kunnugleg stef úr stjórnun?
Gætir þú jafnvel orðið „þjálfari ársins” á þínum vinnustað? Í þínum bransa?
Bruðlað
Útsölutíminn. Tími til að bruðla um allan bæ. Verst hve fátt er alveg frítt. Eða hvað? Er ekki allt það besta einmitt alveg ókeypis? Hugrekki og dirfska. Væntumþykja og vinátta. Jú, svei mér þá. Höldum hátíð. Grípum tækifærið. Bruðlum eins og enginn sé morgundagurinn!
Dásemd
Þessi dásemdar dagur! Góður dagur til að tala hlýlega til sín. Þakka sér. Brosa létt. Anda djúpt. Vinna í einu. Skila frá sér. Hrósa sér, halda áfram. Brosa aftur út í annað. Þessi dásemd.
Þú ert dásemd!
Related
- Posted In:
- Þrenna vikunnar
This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.
Leave a Reply