Þrenna vikunnar: Að finna bestu (endur) gjöfina – Betri sögur – Þorláksmessa
Þrenna vikunnar: Að finna bestu (endur) gjöfina – Betri sögur – Þorláksmessa http://stakaconsulting.com/wp-content/themes/corpus/images/empty/thumbnail.jpg 150 150 Freyr Freyr http://0.gravatar.com/avatar/6fc7350236567ba89080c6738b689db3?s=96&d=mm&r=g- Freyr
- no comments
Að finna bestu (endur)gjöfina
Hvað er besta gjöfin? Sú stærsta og dýrasta? Sú sem þig langar mest að gefa? Eða sú sem er gefin af mestu kærleik og hittir best í hjartastað? Þar sem mest var þörfin fyrir? Hjálpar mest? Lyftir mest upp?
Gæti verið að endurgjöfin (e. feedback) sem þú gefur þínu samferða-, eða samstarfsfólki heppnist best ef hún er sótt í sama brunn?
Gjafir jafnt sem endurgjafir sem tengja hjarta við hjarta er erfitt að toppa!
Betri (skáld)sögur
Það er mikið búið til af lélegum skáldsögum, þó annað megi ráða af auglýsingum þessa dagana. Þær allra verstu verða oft til í eigin kolli. Ég samdi til dæmis Efasemdarkróniku og Kveifarvatn sömu vikuna! Hefurðu heyrt um klassíkerinn Sjálfshrætt fólk?
Okkar tækifæri felast í að gerast ritstjórar í eigin lífi og tryggja að þessar vondu skáldsögur, uppfullar af lygasögum um eigin vangetu, komist ekki af hugmyndastigi!
Megi næsta ár verða þér gott svo út megi koma þín eigin bókasería. Ég sé fyrir mér titla eins og: “Mér tókst það!”, “Tilgangnum náð!”, “Svona gerði ég heiminn betri á einu ári!”
Þorláksmessa
Fríið er að koma. Gleði í vændum. Við afgreiðum það sem mestu máli skiptir. Horfum til bjartari daga með tilhlökkun. Óþægilega margt óafgreitt enn, en við vitum að “þetta reddast”!
Aðeins eftir að segja nokkrum sinnum enn það sem er svo ósköp gott á aðventunni og ég segi hér með… Gleðileg jól!
Related
- Posted In:
- Þrenna vikunnar
This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.
Leave a Reply