Þrenna vikunnar: Bókað, forsetinn og betra verð
Þrenna vikunnar: Bókað, forsetinn og betra verð http://stakaconsulting.com/wp-content/themes/corpus/images/empty/thumbnail.jpg 150 150 Freyr Freyr http://0.gravatar.com/avatar/6fc7350236567ba89080c6738b689db3?s=96&d=mm&r=g- Freyr
- no comments
Bókað
Hvenær bókarðu tíma, til að bóka tíma? Það er alveg bókað að ef þú bókar ekki tíma fyrirfram fyrir þína eigin skipulagsvinnu, þinn verðmætasta tíma vikunnar, þar sem þú aftur bókar hvernig þú velur að verja vikunni í grófum dráttum, þá mun þeytivinda vikunnar fylla upp í hverja einustu glufu! Vikunni er nefnileg alveg sama hvort þú ert klár í slaginn næst þegar klukkan slær, hún heldur ótrauð áfram að kjamsa á klukkutímunum! Getum við ekki bókað þetta?
Forsetinn
Talandi um bókanir. Hverjum veitir þú skrif-aðgang að dagatalinu þínu? Er eðlilegt að hver sem er geti truflað þig hvenær sem er? Farið „framfyrir röðina“ og komist beint að þér og þínum dýrmæta tíma? Þú ert kannski ekki forseti landsins, með ritara og móttöku, en þú getur vel verið forseti lífs þíns! Þú þarft ekkert að hafa kveikt á síma alla daga, öllum stundum, svara öllum eða leyfa öllum forritum og öppum að fanga athygli þína þegar þeim dettur það í hug. Settu þér nú alvöru standard. Vertu forseti!
Hvað er betra verð?
Við segjum gjarnan að við viljum fá hitt og þetta á „betra verði“ og eigum þá líkast til við ódýrara, eða hvað? Hegðun okkar er ekki endilega á þann veginn! Þetta sýndi t.d. áhugaverð rannsókn Dan Ariely. Hópi þátttakenda var gefið rafstuð, þau fengu síðan sömu lyfleysuna, „verkjatöflu“. Öðrum helmingnum var sagt að skammturinn kostaði 350kr en hinum helmingnum að þetta væri hræódýr 14 krónu pilla. Hver var niðurstaðan? Jú, 85% af þeim sem fengu „350 krónu pilluna“ fundu fyrir minni sársauka af rafstuðinu eftir inntöku, meðan 61% þeirra sem tóku ódýra „lyfið“ þökkuðu sinni pillu minni sársauka. Fleiri rannsóknir á kauphegðun hafa sýnt það sama, menn gefa sama rauðvíninu og bjórnum hærri einkunn ef verðmiðinn sýnir hærri tölu, svo dæmi séu tekin.
Svo í leit þinni að „betri“ verðlagningu fyrir þína vöru og þjónustu, ekki vera of viss um að leiðin að hjarta viðskiptavinarins sé í gegnum lægra verð, því gæti jafnvel verið öfugt farið?! Hvað kúnninn segir skiptir nefnilega minna máli en hvað hann gerir!
Related
- Posted In:
- Þrenna vikunnar
You might also like
This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.
Leave a Reply