Þrenna vikunnar: Dirfskan, miðjan og átaksleysið
Þrenna vikunnar: Dirfskan, miðjan og átaksleysið http://stakaconsulting.com/wp-content/themes/corpus/images/empty/thumbnail.jpg 150 150 Freyr Freyr http://0.gravatar.com/avatar/6fc7350236567ba89080c6738b689db3?s=96&d=mm&r=g- Freyr
- no comments
Dirfskan
Einn daginn í vor langaði mig ekki lengur að skrifa. Gat ekki gefið mér tímann. Efaðist um gæði og tilgang, eins og stundum áður. Heyrði spurningu í vikunni sem ýtti við mér. „Varstu djarfur í dag? Valdirðu hugrekki framyfir þægindi?“ Gat ekki svarað af sannfæringu. Tók mér tak. Skrifaði og birti. Engin hetjudáð, en nóg til að svara með jái í kvöld.
Miðjan
…voru þau öll sammála en sögðu líka að stundum væri betra að byrja í miðjunni. Með því að vísu má segja að lesendur missi af pönsinu en hver segir að algildar reglur í lífi og pistlaskrifum séu til annars en að brjóta þær? Ef miðjan kveikir neistann? Eða eins og góð kona sagði, aldrei aldrei gleyma hvernig…
Átaksleysið
Ég hef hóflega trú á því að fara í átak til að bæta sig. Mikla trú á því að finna það minnsta sem við treystum okkur til að gera átakslaust út lífið. Einn dag í einu, til eilífðarnóns. Þannig er létt að bæta við og bæta sig. Tvær mínútur af lestri / jóga / hugleiðslu / hrósi / þakklæti / brosi / ? … sem þú byggir á, bætir við, bætir þig og þinn verður mátturinn og dýrðin, að eilífu!
Related
- Posted In:
- Þrenna vikunnar
You might also like
This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.
Leave a Reply