Þrenna vikunnar: Hnefinn og brosið, um eitt skipti og áratug, eldavélarhellu og endurgjöf
Þrenna vikunnar: Hnefinn og brosið, um eitt skipti og áratug, eldavélarhellu og endurgjöf http://stakaconsulting.com/wp-content/themes/corpus/images/empty/thumbnail.jpg 150 150 Freyr Freyr http://0.gravatar.com/avatar/6fc7350236567ba89080c6738b689db3?s=96&d=mm&r=g- Freyr
- no comments
Hnefinn og brosið
Hvenær vinnur krepptur hnefi? Við kreppum hnefann framan í heiminn og hnefi kreppist í eigin kvið. Allir tapa. Er til betri leið?
Hvenær töpum við á því að brosa? Með brosinu færum við heiminum gleði og kviðnum léttleika. Hver sem staðan er. Allir vinna. Er til betri leið?
Eitt sinn
Hvað gerir að sleppa hreyfingu einn dag? Klippa klukkutíma af nætursvefninum? Litlu eitt sinn.
Hvað gerir að skipta út snúð fyrir gulrót? Símahangsi fyrir samveru með vinum? Vatni fyrir vín?Litlu eitt sinn.
Endurtakist í ár, eða áratug og þetta litla eina getur orðið ansi drjúgt. Mjór er mikils vísir.
Eldavélarhellan
Það er svo misjafnt hve hratt við lærum af mistökum. Ör endurgjöf er lykill, það vita þeir sem hafa lagt hönd á heita hellu.
Í lífi og starfi er ör endurgjöf fágæti, of fáar „heitar hellur“ og enginn annar sem kemur þeim fyrir en við sjálf. Okkar er að koma fyrir í dagatalinu stundum þar sem við stöldrum við, skoðum vikuna eða mánuðinn. Hvar fór ég út af sporinu? Af hverju? Hvernig kem ég í veg fyrir feilsporin í næstu lotu?
Án endurgjafar, jafnvel bara sinnar eigin, er erfiðara að læra.
Related
- Posted In:
- Þrenna vikunnar
This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.
Leave a Reply