Þrenna vikunnar: Letidýrið, venjuvegurinn og einkunn dagsins
Þrenna vikunnar: Letidýrið, venjuvegurinn og einkunn dagsins http://stakaconsulting.com/wp-content/themes/corpus/images/empty/thumbnail.jpg 150 150 Freyr Freyr http://0.gravatar.com/avatar/6fc7350236567ba89080c6738b689db3?s=96&d=mm&r=g- Freyr
- no comments
Letidýrið
Ertu nokkuð letidýr? Líklega ekki, fyrst þú gast lesið þessa setningu. Letidýr eru nefnilega ekkert svo spræk í lestri, a.m.k. ekki á íslensku. Þú þarft samt að vara þig, því heilinn þinn er á mörkunum. Gráa greyið er alltaf til í að spara orku, finna léttustu leiðina. Heilinn elskar að vera á sjálfsstýringu, að afgreiða, bregast við áreiti, lesa léttmeti, fletta bara áfram og hann reynir að beina þér í þetta létta. Hann vill síður það sem kostar orku og fyrirhöfn að komast í, djúpu vinnuna, pælingarnar, skipulagið, að takast á við erfiðu málin.
Fyrirhöfn og skipulag sagði ég, það er samt ekki svo flókið, eitt stykki dagatal, með dagskrá dagsins eða vikunnar sem þú stillir af fyrirfram og tekur frá stundir þegar líklegast er að þú sért í stuði fyrir djúpu vinnuna kemur þér ansi langt. Í djúpu vinnunni er ekkert áreiti, engar áminningar, engin truflun, bara þú og gráa letidýrið að knúsast í kósýheitum.
Njótið stundarinnar! Munið bara að læsa að ykkur!
Venjuvegurinn
Fimmtudagur, lok viku og lok mánaðar framundan. Góð stund til að fyrirgefa sjálfum sér fyrir að hafa keyrt út af venjuveginum, þrátt fyrir góðan ásetning og að minnsta kosti aðra hönd á stýri. Tími til að brosa út í annað yfir vitleysunni og fagna því hve vegaxlirnar eru nú mjúkar. Ekki annað að gera en að renna aftur upp á veginn í fyrsta gír, rúlla af öryggi að næstu stiku, og svo næstu…
Einkunn dagsins
Hvað þarf til að þinn dagur sé upp á tíu? Jafnvel bara 8+? Er eitthvað eitt sem þú getur gert í dag, sem eykur líkurnar á að þú getir gefið morgundeginum hærri einkunn? Bara eitt!
Related
- Post Tags:
- einkunn
- letidýr
- venjuvegurinn
- Posted In:
- Þrenna vikunnar
You might also like
This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.
Leave a Reply