Þrenna vikunnar: Námið, vinskapurinn og liðsuppstillingin

Þrenna vikunnar: Námið, vinskapurinn og liðsuppstillingin 150 150 Freyr

1-Námið

Í mörg ár lærði ég orðflokkagreiningu, stórgóða stærðfræði, hornafræði, heildun, línulega algebru, að ógleymdri efnafræðinni, um sýru-basa indikatora o.fl. Stórmerkilegt stöff var mér sagt, svo gott fyrir framtíðina. Fyrir mig, gjörsamlega gagnslaust.

Á samfélagsmiðlum (Twitter) hef ég undanfarnar vikur lært af frösum eins og: „Oft forðumst við að taka af skarið því okkur finnst við þurfa að læra meira, þegar besta leiðin til að læra meira er oftar en ekki að taka af skarið.“ …og „Skortur á sjálfstrausti drepur margfalt fleiri drauma en skortur á getu!“ Ómerkilegt stöff á ómerkilegum miðli segja sumir. Fyrir mig, gríðar gagnlegt.

Það er svo mikilvægt að halda unga fólkinu að alvöru námi!

2-Vinskapurinn

Tvær vondar vinkonur held ég sé hollt að losa sig við, öðrum fremur. Það eru þær öfund og gremja. Hreint ekki gefandi félagsskapur, sérstaklega ekki til lengdar. Það er fátt mikilvægara en að vera vandur að vinum!

3-Liðsuppstillingin

Það er þægilegt að vera í einsleitu teymi. Sami bakgrunnur, sömu viðhorf, sama kyn, svipaður aldur. Allir meira og minna sammála. Mjög þægilegt. En líklega eins og svo margt, ósköp gott í augnablikinu, en hreint ekki svo hollt til lengdar!

Þó Kári Kristjáns, ungfrú Snæfells og Hnappadals, sé flinkur línumaður, þá færi liðið ekki langt með sjö slíka inná. Hvernig stillir þú upp þínu liði?

Freyr

Freyr Ólafsson stjórnendaráðgjafi og eigandi Stöku ehf

All stories by: Freyr

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.