Þrenna vikunnar: Sagt eða gert – Uppskera ársins – Markmið um markmið
Þrenna vikunnar: Sagt eða gert – Uppskera ársins – Markmið um markmið http://stakaconsulting.com/wp-content/themes/corpus/images/empty/thumbnail.jpg 150 150 Freyr Freyr http://0.gravatar.com/avatar/6fc7350236567ba89080c6738b689db3?s=96&d=mm&r=g- Freyr
- no comments
Sagt eða gert
Þú getur sagt hitt og þetta um hvað þú vildir afreka á árinu, eða ætlar á því næsta. Það breytir ekki staðreyndum. Raun útkoman er ekki afleiðing af því hvað þú segir, heldur hvað þú hefur gert, þegar árið er liðið!
Uppskera ársins
Við ættum ekki að dæma árið af uppskerunni einni saman. Horfum heldur til þess hvers við plöntuðum, hvað við vökvuðum, hverju við sinntum. Stofnar eru fæstir sterkir frá fyrsta degi.
Markmið um markmið
Áramótin fá marga til að stíga á stokk. Lofa framtíðar sjálfum sér eða öðrum öllu fögru. Holl æfing það, að setja sér markmið.
Ágætis byrjun gæti verið að setja sér markmið um markmið. Að ákveða hvernig og hvenær við vinnum með markmiðin. Hvenær við tökum frá tíma í að setja þau niður. Hvenær við endurmetum og stillum miðið upp á nýtt.
Þannig gæti verið ágætis grunn markmið að vinna í (en ekki að) markmiðunum oftar en einu sinni á ári. Eða hvað?
Related
- Posted In:
- Þrenna vikunnar
You might also like
This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.
Leave a Reply