Þrenna vikunnar: Sjálfvirknivæðingin, auðæfin og frímínúturnar
Þrenna vikunnar: Sjálfvirknivæðingin, auðæfin og frímínúturnar http://stakaconsulting.com/wp-content/themes/corpus/images/empty/thumbnail.jpg 150 150 Freyr Freyr http://0.gravatar.com/avatar/6fc7350236567ba89080c6738b689db3?s=96&d=mm&r=g- Freyr
- no comments
Sjálfvirknivæðingin
Fjórða iðnbyltingin er hafin! Störf hverfa og breytast. Róbótar taka yfir margt sem áður var óhugsandi! Sumir eru óöruggir, jafnvel hræddir. Ég játa, ég er líka hræddur. Hræddur um þá sem taka ekki sjálfvirknivæðingunni opnum örmum í sínum rekstri! Enn hræddari er ég þó um þá sem taka „róbótana“ í sína þjónustu en láist að virkni-væða sig sjálfa, þ.e.a.s. hreyfa sig, fræðast, vera virk í samfélagi við aðra! Verum skynsöm, verum sjálf virk!
Auðæfin
Hvaða auðæfi eigum við meiri eða mikilvægari en tímann? Gætir þú gætt betur að þínum á einhvern hátt? Eða gengur þú um þinn auð eins og heimsins besta bisnessmanneskja?
Frímínúturnar
Fyrir mann á miðjum aldri getur verið skrýtið til þess að hugsa að barnaskóladagarnir hafi verið í þessu lífi. Svo margt hefur breyst frá því Viðar bóndi á Svanavatni keyrði í gegnum hlaðið heima í Hildisey á gamla Land-Rovernum og ók mér og öðrum niður í skólann í Gunnarshólma.
Við tóku vinnulotur, 40 mínútur að hámarki, við krakkarnir pössuðum vel upp á það! Þeirra á milli hlupum við út á tún (a.k.a. skólalóð) og hömuðumst í fótbolta, snjókasti eða hverju sem hæfði árstímanum, allt þar til kennarar kölluðu okkur inn, alltaf of snemma að okkur fannst!
Já, tímarnir breytast en ekki endilega mennirnir með. Ég hef a.m.k. fundið út að ég vinn enn best í 40 mínútna lotum eftir að hafa hamast úti á túni hér í Laugardalnum. Aðferðin nú kölluð fínu útlensku nafni, pomodoro og vá, hvað ég hefði verið til í að gefa í denn fyrir þann lúxus sem ég bý við núna… ég fæ sjálfur að stilla lengdina á frímínútunum!
Related
- Posted In:
- Þrenna vikunnar
You might also like
This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.
Leave a Reply