Þrenna vikunnar: Þinn tími, til að gefa… Adda Palla og Bergþóru?

Þrenna vikunnar: Þinn tími, til að gefa… Adda Palla og Bergþóru? 150 150 Freyr

1-Þinn tími er kominn! 

Ja nú er það bjart! Þvílíku bullandi blússandi tækifærin! Óvanalegir tímar skapa óvanalega mikil tækifæri. Það er bara þannig. Við vitum öll að þessi bylgja gengur yfir. Öll él styttir upp um síðir! 

Þú veist að nú hefur þú betra tækifæri en nokkru sinni fyrr til að stilla deginum og vikunni upp samkvæmt þínu höfði! Tryggja að þú og þitt blómstri. Endurskipuleggja, betrumbæta. Þú veist að besti tíminn til að koma fram með nýjungar er einmitt á tímum sem þessum! Meðan aðrir barma sér, bíða, hörfa, hika, þá er þinn tími! Þinn tími er kominn! 

2-Tími til að gefa 

Nú er tími til að gefa. Hringja óvænt í fjórar frænkur. Gefa fjórum viðskiptavinum óvænta gjöf. Veita miklu betri þjónustu en nokkur átti von á. Hjálpa til af einlægni, án þess að ætlast til nokkurs til baka. Vittu til, það gleymist seint! Fólk man hvað þú gefur, frekar en hvað þú þiggur! 

3-Bingóið af verkefnalistanum

Eitt stutt praktískt í lokin varðandi orðalag á verkefnalista. Mínar uppáhalds línur á slíkum listum eru skrifaðar eins og verkið sé afgreitt. Skýrt og afmarkað, þannig að þegar ég haka við, þá kinka ég kolli með sjálfum mér: „Aha… einmitt, jebb, búinn að því!“ Ekkert vafamál, ekkert loðið! Þrjú dæmi: 

  • „Búinn að skrifa Þrennu vikunnar og senda á snillingana á póstlistanum mínum.“ 
  • „Tekið upp 1 mín videó með ársfjórðungs-markmiðunum og sent á allan hópinn.“ 
  • „Boðið Adda Palla og Bergþóru í bingóið í Vinabæ!“

Kristaltært, ekki satt?

Freyr

Freyr Ólafsson stjórnendaráðgjafi og eigandi Stöku ehf

All stories by: Freyr

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.