Þrenna vikunnar: Um þig sem vörumerki, hvernig þú færð (kannski) meira fyrir minna og hvað góður spegill getur gefið!

Þrenna vikunnar: Um þig sem vörumerki, hvernig þú færð (kannski) meira fyrir minna og hvað góður spegill getur gefið! 150 150 Freyr

Vörumerki

Hver ert þú? Ef þú værir vörumerki, hvernig væri þér lýst? Þegar nafn þitt er nefnt og þú ert hvergi nærri, hvað kemur upp í huga fólks? Hver er ímyndin? Vörumerki tekur langan tíma að byggja upp en aðeins andartak að tapa trausti. Er eitthvað sem þú getur gert í dag sem gerir þitt „vörumerki“ sterkara en það var í gær?

Meira fyrir minna

Getur verið að með því að eyða líkamlegri orku fáir þú meiri andlegra orku?

Getur verið að með „verri“ tölvupóstsvörun, getir þú orðið betri starfsmaður?

Getur verið að með því að „gera minna“ en horfa og hlusta meira getir þú orðið betri stjórnandi/leiðtogi?

Getur verið að með því vinna færri klukkustundir getir þú komið meiru í verk?

Getur verið að með því að sofa meira og fækka vökustundunum, getir þú fjölgað góðu stundunum?

Góður spegill

Ég elska að spegla mig. Þó ekki í þessu gler fyrirbæri sem sýnir nú orðið (mis) krumpaðan grásprengdan miðaldra mann, nei ég er að tala um spurningaspegilinn. Að spegla mig í reglulegum spurningum, endurteknum. Vikulegum spurningum eins og: „Hvað losaði ég mig við í vikunni? Einfaldaði?“, „Er ég sáttur við allar rútínur og venjur? Hverju breyti ég í næstu viku?“, „Hvernig var fjölskylduvikan?“. Alltaf sömu spurningarnar, sjaldnast sömu svörin. Góður spegill.

Þó framangreind speglun geri gagn, þá er það hjóm eitt miðað við það að spegla sig í öðrum. Fá spurningar um langanir, drauma og drifkraft frá traustum félaga, samstarfsmanni, yfirmanni, nú eða það allra besta, topp þjálfara! Kröftugur spegill sem hjálpar þér að kíkja inn í kjarnann, finna út hvað þú vilt í raun. Góður spegill.

Þó við séum missátt við spegilmyndina, þá er lítið annað að gera en að sætta sig við hana. Láttu þig hafa það, kíktu í spegil. Góðan spegil.

Freyr

Freyr Ólafsson stjórnendaráðgjafi og eigandi Stöku ehf

All stories by: Freyr

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.