Þrenna vikunnar: Upplýsingin, skorturinn og sköpunin
Þrenna vikunnar: Upplýsingin, skorturinn og sköpunin http://stakaconsulting.com/wp-content/themes/corpus/images/empty/thumbnail.jpg 150 150 Freyr Freyr http://0.gravatar.com/avatar/6fc7350236567ba89080c6738b689db3?s=96&d=mm&r=g- Freyr
- no comments
1-Upplýsingin
Hvað ertu að taka inn af upplýsingum og hvaðan? Hvað gefa þær þér? Þarftu að horfa vítt eða þröngt? Fá upplýsingar úr ritrýndum vísindagreinum eða hlera stemmninguna heiman úr héraði? Lestu bækur sem rýna í orsök og ástæður eða rýnir þú í dægursveiflu á markaði?
Á tímum þar sem allt er í boði, á allskonar formi gæti ekki verið gaman að prófa sig áfram með mismunandi „neyslumynstur“? Bara bækur og símtöl við vini í viku, án allra samfélags- og fréttamiðla? Snúa síðan neyslunni á haus næstu viku á eftir? Leika sér með hlutföll og form? Hægt og hratt, vítt og þröngt? Finna á eigin skinni hvað gagnast best? Tilraunarinnar virði?
2-Skorturinn
Ertu mögulega að bjóða upp á of marga möguleika? Of víð tímamörk? Geturðu fækkað? Stytt? Byggt upp skort? Unnið með okkar sterka frum-eðli? Hræðsluna við að missa af, verða útundan?! „Aðeins 8 eftir!“ „Við lokum á miðnætti!“
3-Sköpunin
Þegar ég lagði af stað í þessa saklausu ritunar-æfingu var ég hræddur um að ég gengi svo á góðu hugmyndirnar að ég yrði fljótt strand. Með þremur punktum væri ég að þrefalda áhættuna. Ekki aldeilis, þannig virkar ekki veröldin. Maya Angelou hafði lög að mæla (í lauslegri þýðingu): „Þú getur ekki tæmt sköpunar-brunninn. Því meira sem þú bergir af honum, því meira gefur hann þér!“ Svo láttu það eftir þér! Búðu til, þróaðu, birtu. Gefðu og þér mun gefast meira!
Related
- Post Tags:
- Maya Angelou
- sköpun
- skortur
- upplýsingar
- Posted In:
- Þrenna vikunnar
You might also like
This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.
Leave a Reply