Þrenna vikunnar: Veröld breytinga – Láttu ekki bransann blöffa þig – Hinn og salan

Þrenna vikunnar: Veröld breytinga – Láttu ekki bransann blöffa þig – Hinn og salan 150 150 Freyr

Veröld breytinga

Við ráðgjafar erum sjaldnast kallaðir til til að viðhalda ástandi í rekstri. Kemur þó fyrir. „Þetta er allt í lagi hjá okkur, er það ekki? Við þurfum ekkert að flýta okkur að breyta neinu, er það?“ Vondar fréttir. Veröld dagsins er veröld breytinga, um allan heim. Þar sem nýjungar koma nú jafnt frá Kaliforníu sem Kópaskeri.

Hik er tap. Þín eru tækifærin! Ef þú grípur þau ekki, þá mun sá næsti gera það og gera þig að næst besta kostinum eins og hendi sé veifað!

Láttu ekki bransann blöffa þig!

Þó heimurinn breytist hratt, þá þróumst við sem tegund óskaplega hægt. Bragðskyn okkar hefur þróast í gegnum árþúsundir þannig þeir sem nærðust á sætu, söltu og feitu komu genum sínum frekar til næstu kynslóðar. Að treysta bragðskyninu einu í blindni í dag er varasamt í meira lagi, þökk sé örri þróun í matvælaframleiðslu og þekkingu bransans á okkar innbyggðu veikleikum. Láttu ekki bransann blöffa þig!

Athygli okkar og viðbragð þróaðist eins og annað á óvæginn hátt. Þeir sem ekki tóku eftir, eða brugðust við áreiti, alvöru hættum, hrundu af genavagninum. Að stökkva til og elta allt það sem vill fanga athygli okkar á snjalla skjánum í dag er varasamt í meira lagi. Þökk sé örri þróun í hugbúnaðargerð og þekkingu bransans á okkar innbyggðu veikleikum. Láttu ekki bransann blöffa þig!

Hinn

Ekki gleyma að í sölu og þjónustu þá snýst málið ekki um þig, heldur hinn, um viðskiptavininn, skjólstæðinginn! Hver er hann? Hvað er hann að pæla? Hver eru hans vandamál? Leystu þau og vittu til, báðir brosa við uppgjörið.

Freyr

Freyr Ólafsson stjórnendaráðgjafi og eigandi Stöku ehf

All stories by: Freyr

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

%d bloggers like this: