Um Frey

Freyr Ólafsson er sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Freyr hefur unnið að því á ótal vígstöðvum að byggja upp fólk og fyrirtæki og er nú opinn fyrir uppbyggjandi samstarfi.

Freyr er menntaður íþróttakennari og tölvunarfræðingur með 15 ára stjórnunarreynslu í alþjóðlegum verkefnum í hugbúnaðargerð. Freyr hefur unnið að uppbyggingu alþjóðlegra tækni og sprotafyrirtækja, byggt upp fasteignafélag, íþróttafélag svo eitthvað sé talið.

Freyr hefur hjálpað heimsklassa afreksfólki í hugbúnaðargerð og íþróttum að bæta árangur sinn og afköst og er tilbúinn að hjálpa fleirum sem vilja ná árangri.