Að fasta, eða ekki fasta

Að fasta, eða ekki fasta 150 150 Freyr

Ég hef tröllatrú á föstum. Ég er sannfærður um ágæti þess að gera tilraunir á sjálfum sér, setja sér mörk, finna freistingarnar naga, detta stundum af baki, en brölta aftur á truntuna, þó heilinn gangi laus.

Í allsnægtalandinu sem við lifum í, þar sem framboð matar, upplýsinga og truflunar er taumlaust, getur ágætis mótvægi falist í tímabundnum föstum. Nokkur dæmi, til að gefa þér hugmyndir:

  • Sextán – átta: Að sleppa mat milli klukkan átta að kvöldi til tólf á hádegi morguninn eftir.
  • Nammidagur: Einn dagur í viku fyrir valdar freistingar.
  • Hádegis og kvöldráp: Að neyta aðeins miðla (s.s. samfélags- og fjölmiðla), ef tími vinnst til, milli 12 og 13 og/eða eftir klukkan 20:00 að kvöldi, annars ekki.
  • Fréttir af afspurn: Að sleppa öllum miðlum (samfélags- og fjölmiðlum), en spyrja heldur samferðafólk frétta.
  • Skila fyrst, skoða svo: Að skoða ekkert sem truflar hugann fyrr en allra allra mikilvægasta verkefni dagsins hefur verið unnið.
  • Þriggja tíma póstfasta: Að skoða aðeins tölvupóst eftir þriggja tíma vinnu-lotu í senn, með stuðningi niðurteljara.
  • Skapa, ekki gapa: Að skapa s.s. semja, smíða, sauma, forrita, hanna… en sleppa því að gapa yfir öðrum (t.d. á samfélagsmiðlum) í miðri viku.

Möguleikarnir til að setja sér mörk eru ótæmandi, rétt eins og tækifærin til þess að láta trufla sig. Það má setja áminningar og læsingar í síma og tölvu. Það má nota öpp til að hjálpa sér að halda sér á braut, nú eða gamaldags aðferð eins og að setja teygju utanum símann. Teygjan minnir þig þá á ,,símaföstuna“.

Færð þú góða hugmynd að föstu upp í hugann við lesturinn? Láttu hana eftir þér! Hlakka til að heyra hvernig gengur. T.d. með tölvupósti, eða með athugasemd. Ekki samt móðgast ef ég svara ekki strax, ég gæti verið að fasta.

———-

Takk fyrir innblásturinn:

ps. viltu fá pistil í áskrift? Þá getur þú skráð þig hér.

Freyr

Freyr Ólafsson stjórnendaráðgjafi og eigandi Stöku ehf

All stories by: Freyr

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.