Ferlasport – Pirringur – Reynslan kennir

Ferlasport – Pirringur – Reynslan kennir 150 150 Freyr

Ferlasport

Hver er aðferðafræðin? Ferillinn? Það er hollt að muna að það gefur margfalt meira að snikka til ferilinn heldur en tilvikið, útkomuna. Eða hvað gerir glassúr fyrir gallsúra köku?

Hættum að ergja okkur á einni ónýtri „köku“. Bætum ferilinn og allt sem á eftir kemur verður aðeins betra.

Pirringur

Hvað eiga pirrandi hljóð, pirrandi dagskrá og pirrandi nágranni sameiginlegt? Er það kannski bara fyrra orðið í dúettinum?

Getur verið að þetta orð, þessi pirringur, eigi heima hjá okkur sjálfum? Með aðeins meira umburðarlyndi standi bara eftir hljóð, dagskrá og nágranni sem gefa okkur ekki tilefni til annars en að brosa, þó ekki væri nema út í annað?

Getur verið að hugarróin komi ekki að utan, heldur sé okkar að finna hið innra?

Reynslan kennir

Segðu mér og ég seinna gleymi.

Kenndu mér og ég kann að muna.

Lof mér að reyna og í minni allt geymi.

Íslensk útgáfa FÓ á speki forna kínverska heimspekingsins Xunzi

Freyr

Freyr Ólafsson stjórnendaráðgjafi og eigandi Stöku ehf

All stories by: Freyr

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

%d bloggers like this: