Geimskutlu trixið – Taktíkin – Stór hundur

Geimskutlu trixið – Taktíkin – Stór hundur 150 150 Freyr

Geimskutlu trixið

Mel Robbins er fræg fyrir flotta pepp fyrirlestra og dáð í Ameríku fyrir sínar bækur. Þið munið þó seint sjá mig klappandi á fremsta bekk í bókaklúbbnum hennar. Ég las eina langa bók sem innihélt þó aðeins eitt stutt ráð, endurtekið í sífellu. Ráðið er þó hreint ekki ónýtt. Þú færð það hér, í mínu boði.

Viltu koma meiru í verk? Hika minna? “Snúsa” sjaldnar? Þá er bara að gerast geimskutla! Sama hvað þú þarft að gera, byrjaðu bara að telja niður, líkt og þú værir á skotpallinum: 5, 4, 3, 2, 1 …BÚMM! Af stað! Láttu vaða! Ekki hika! Geimskutlur hika ekki. Héðan í frá, ekki þú heldur!

ps. fyrir þá sem vilja frekar læra trixið á 248 blaðsíðum, þá er slóðin hér.

pss. peppandi viðtal við Mel Robbins um efnið má finna hér.

Taktíkin

Handboltaleikur. Tvö lið. Sömu reglur. Gerólík taktík. Ef lítið gengur, þá þarf nýja nálgun. Ef keppinauturinn breytir, þá verður að bregðast hratt við. Stundum jafnvel með engan í marki. Allir í sókn!

Atvinnulífið. Mörg lið. Sömu reglurnar…

Hver er þín nálgun? Hefurðu hangið í sama leikkerfinu lengi? Er keppinauturinn búinn að breyta? Er kominn tími á nýja taktík?

Stór hundur

Góður vinur sagði við mig í vikunni: “Ég er ekkert annað en stór hundur sem þarf að viðra reglulega!”

Ég kinkaði kolli. Langaði mest að dilla rófu til samþykkis.

Ætla að muna að viðra mig í dag.

Freyr

Freyr Ólafsson stjórnendaráðgjafi og eigandi Stöku ehf

All stories by: Freyr

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

%d bloggers like this: