Hver heldurðu að vilji ráða þig í vinnu?!
Hver heldurðu að vilji ráða þig í vinnu?! https://stakaconsulting.com/wp-content/themes/corpus/images/empty/thumbnail.jpg 150 150 Freyr Freyr https://secure.gravatar.com/avatar/6fc7350236567ba89080c6738b689db3?s=96&d=mm&r=g- Freyr
- no comments
Ég var landbúnaðarverkamaður í Landeyjum. Ekki ráðinn, heldur sonur foreldra minna, bænda í Hildisey. Ég var samt tiltölulega langt frá því að vera endilega fæddur í starfið eins og sagt er. Mamma vildi meina að ég væri færastur í því að færa mig undan. Fá Örvar litla bróður til þess að vinna verkið. Hann þurfti ekki að biðja tvisvar. ,,Sko! Sjáðu bara Örvar”.
Í mínum huga glymja enn ,,hvatningarorð” eins og: ,,Freyr!!! Hver heldurðu að vilji nokkurn tíma ráða þig í vinnu?!”
Ég sagði ekki neitt. Blótaði nokkrum sinnum í hljóði. Hætti að skipuleggja í huganum næstu íþróttaæfingu. Hélt áfram að skafa fjósbitana. Verkið var rétt utan við mitt kjarna áhugasvið, það augnablikið, skulum við segja.
Þökk sé Andra yngri bróður okkar, þá er mamma sennilega búin að gleyma þessu. Andri var nefnilega verri! Mamma hætti fljótlega að reyna að fá hann til verka. Andri var ónytjungur.
Mér flaug þetta í hug aftur í vetur. Ég sat í Háskólabíói. Salurinn var troðfullur. Kastararnir lýstu upp sviðið. Laglínan lipur. Textarnir tær snilld. Útsetningarnar þvílíkt afbragð. Í miðjum hópnum stóð Andri og spilaði og söng. Stóri bróðir varð stoltur og meyr.
Andri hafði fundið fjölina sína.
Í dag er Andri nákvæmur, frumlegur, skapandi, harðduglegur tónlistarmaður sem unnir sér sjaldan hvíldar. Gerir það sem hann langar til þess að gera.
Í dag eru tækifæri um allt. Möguleikarnir og leiðirnar óteljandi. Þú getur gert það sem þig langar til þess að gera. Meira en það. Ef þú vilt ná árangri þá skiptir öllu máli að þú finnir hvað það er. Að þú finnir ástríðueldinn og hellir svo olíu á.
Þá verður slegist um að ráða þig í vinnu. Eða, þú býrð þér til þína drauma vinnu. Ræður til þín fólk. Þá skiptir máli að ráða rétt. Hugaðu þá að ónytjungunum! Þeir leynast víða!
—–
Fyrst birt á blandan.net 10.5.2013
Related
- Posted In:
- Pistill
You might also like
This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.
Leave a Reply