Hvernig getur þú náð betri árangri?
Aukum skilvirkni ferla og fyrirtækis
Staka getur hjálpað við stefnumótunarvinnu jafnt sem innleiðingu straumlínustjórnunar. Finnum nálgun sem hentar þínu fyrirtæki, léttum og fægjum til vinnuferla.
Sigrumst á alþjóðlegum áskorunum
Alþjóðlegum verkefnum fylgja áskoranir. Val á samstarfsaðilum, uppsetning og skipulag teyma. Útvistun eða ekki, Úkraína eða Indland? Ræðum hvað virkar best fyrir þitt fyrirtæki.
Eflum áhuga og eldmóð starfsmanna
Í þekkingarfyrirtækjum er áhugi og drifkraftur starfsmanna lykill að árangri. Tryggja verður að stefna fyrirtækis og eldmóður starfsmanna fari saman. Staka hefur ráð og reynslu.






Hver er Freyr Ólafsson?
Íþrótta- og tölvunarfræði
Freyr hefur grunnmenntun í íþrótta- og tölvunarfræðum en sækir enn frekar í reynslubanka sinn og símenntun. Freyr hefur undanfarin ár unnið að uppbyggingu sprotafyrirtækja í hugbúnaði og hátækni, frjálsíþróttadeildar og fasteignafélags, svo eitthvað sé nefnt.
Fjögurra barna faðir úr sveit
Freyr er alinn upp á sunnlenskum sveitabæ, Stóru-Hildisey í Austur-Landeyjum. Freyr er íþróttamaður, lengst af frjálsíþróttamaður, en hefur einnig lagt stund á júdó, hjólreiðar og fleiri íþróttir. Freyr er giftur Kristjönu Skúladóttur og eiga þau saman fjögur börn á aldrinum átta til sautján ára.
Reyndur stjórnandi
Freyr hefur stýrt ótal alþjóðlegum verkefnum, íþróttaviðburðum og stefnumótunarvinnu, unnið við verkefnastjórnun, breytingastjórnun og innleiðingu straumlínustjórnunar. Freyr hefur verið fjósamaður og forritari, tæknistjóri og teymisleiðtogi, rekstrarstjóri, framkvæmdastjóri og stjórnarformaður.
Við fengum Frey til þess að koma og byggja upp eitt af IT teymunum okkar ásamt því að greina mikilvæg úrbótaverkefni með það að markmiði að auka stöðugleika í IT rekstri. Freyr var mjög fljótur að átta sig á stöðunni og kom með góðar tillögur til umbóta sem hafa reynst okkur vel. Freyr er afar fljótur að átta sig á styrkleikum og veikleikum hvers einstaklings og hvernig best má byggja upp gott teymi.
„Ég mæli hiklaust með því að fá Frey til að koma inn og byggja upp teymi, jafnt innan frá sem styrkja þau með utanaðkomandi ráðningum. Hann hefur einstakt auga fyrir hæfileikafólki og hvernig best er að byggja upp teymi með góðri blöndu reynslumikils fólks og nýútskrifaðra.“
„Freyr hefur haft lag á að laða að öflugt fólk sem getur unnið sjálfstætt, axlað ábyrgð og leitt aðra.“
„Freyr tók þátt í þróun hugmynda hjá okkur og átti stóran hlut í að koma þeim í skynsamlegt og framkvæmanlegt form. Honum er einkar lagið að hlusta eftir hugmyndum annarra, finna sameiginlegan flöt á mörgum sjónarmiðum og koma þeim í framkvæmd.“
„Freyr reyndist okkur einstaklega vel í því að halda utan um einstaka atburði eins og ShipItDay og vinnudaga fyrir starfsfólk. Þar nýttist vafalítið reynsla hans af skipulagningu ýmissa stórra sem smárra íþróttaatburða.“
Hafa samband
Freyr svarar tölvupósti sem þú sendir á netfangið freyr@stakaconsulting.com og svarar þegar hann getur í farsíma: 663 8555.
Póstlisti
Viltu fá pistla Freys beint í pósthólfið? Eða Þrennu vikunnar? Smelltu þér á listann með því að smella á takkann að neðan!