
Um áhuga og vilja og skilaspretti
Um áhuga og vilja og skilaspretti https://i0.wp.com/stakaconsulting.com/wp-content/uploads/2015/12/shipt-it.jpg?fit=1024%2C682&ssl=1 1024 682 Freyr Freyr https://secure.gravatar.com/avatar/6fc7350236567ba89080c6738b689db3?s=96&d=mm&r=g- Freyr
- no comments
Hjá Handpoint unnum við unnið með sköpunar og skilaspretti ,,ShipIt day”. Sólarhrings verkefnasprettur. Hópar sjálfsprottnir og sjálfstýrðir. Hugmyndir þeirra sömuleiðis. Við sem venjulega vorum að forgangsraða, toga verkefnum og ýta, héldum okkur til hlés. Keppni var um bestu hugmyndina.
Áhuginn var ótrúlegur. Útkoman mögnuð (efni í sér pistil). Sex hópar skiluðu af sér, kynntu sín verkefni í 10 mínútur hver. Þeir hörðustu sváfu í tvo til þrjá tíma, þar af að hluta fram á lyklaborðið. Það hefði þurft jarðýtu til þess að stöðva hópana.
Hefði verið hægt að skipa fólkinu að vinna svona að forgangsröðuðum verkefnum af staflanum? Þó starfsfólkið sé einstakt, þá segi ég nei, alls ekki.
Hugverkasmíð er magnað fyrirbæri sem krefst vilja og áhuga. Ef viljinn er til staðar er hægt að flytja fjöll. Vanti áhuga og vilja gerist lítið, sama hve mikið er setið við. Í verksmiðjunni er hægt að mæla afköstin af færibandinu. Í uppmælingu í byggingum sést fljótt ef afköst dala. En t.d. í hugbúnaðargerð getur áhugaleysið leynst lengi. Forritskóði er skrifaður, en hve vel? Hve margar villur? Kannski kemur lítið annað en froða. Einskis nýt froða.
Svipan og sverðið eru úrelt ,,stjórntæki” í hugverkagerð. Vonandi eru þau og áhöld þeim lík hvergi notuð til að hvetja hugverkamenn áfram í sinni vinnu. Viljinn er allt sem þarf.
Þessi pistill birtist að hluta áður á blandan.net í júní 2013.
Related
This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.
Leave a Reply