Rétta tímalínan – Leiðin fram á við – Falin tækifæri

Rétta tímalínan – Leiðin fram á við – Falin tækifæri 150 150 Freyr

Rétta tímalínan

Fyrir stjarneðlisfræðingnum er öld lítið meira en rykkorn á tímalínunni. Fyrir óþreyjufullum nemanda er biðin eftir næstu frímínútum sem eilífðin sjálf (hér er talað af reynslu!).

Er önnur sýnin réttari en hin?

Því leyfi ég mér að spyrja. Hvaða tímalínu ert þú að nota til að vega og meta þín mál? Er það örugglega sú rétta?

Leiðin fram á við

Gekk vel? Gekk illa? Hvort heldur er þá hlýtur besta leiðin fram á við að felast í því að eyða sem allra minnstri orku í það sem við höfum ekki stjórn á og sem allra mestri í það sem við höfum eitthvað um að segja! Áfram gakk.

Falin tækifæri

Ef það er eitthvað sem ég hef lært af ævintýrum undanfarinna ára þá er það það að ný tækifæri svífa sjaldnast um í lausu lofti og bíða spennt eftir að detta niður í fangið á okkur.

Tækifærin fela sig frekar í fangi annars fólks. Hreyfa sig helst í góðu spjalli, einn á einn, þegar traustið er tryggt. Ný tækifæri verða jafnvel til í slíku spjalli, bræður og systur hinna fyrri.

Þannig að ef þú ert í leit að nýjum tækifærum, þá ertu mögulega í raun í leit að góðu fólki, nýjum tengslum, traustum samskiptum.

Freyr

Freyr Ólafsson stjórnendaráðgjafi og eigandi Stöku ehf

All stories by: Freyr

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

%d bloggers like this: