blundur

Þrenna vikunnar: Hamingjudagar, framúrskarandi og blessaður tölvupósts blundurinn
Þrenna vikunnar: Hamingjudagar, framúrskarandi og blessaður tölvupósts blundurinn 150 150 Freyr

Hamingjudagar

Sem unglingur gekk ég með þá grillu í höfði að þriðjudagar væru óhappadagar. Líkt og ég væri keyrður í skólann á Hvolsvelli til þess eins að eitthvað kæmi uppá. Ég hlustaði náið eftir hnjóðsyrðum í minn garð, óheppni og almennum leiðindum. Því nánar sem ég hlustaði, því betur hélt reglan. Þriðjudagar voru þolraun, en þó aðeins jafn lengi og ég trúði á „regluna“. Sagði ekki Guðni Gunnarsson, „allt sem þú veitir athygli vex og dafnar“. Líklega að hluta skylt því sem sálfræðingar kalla staðfestingarskekkju (e. confirmation bias).

Þökk sé þessari reynslu vinn ég nú með hamingju- og heppnisdaga, alla daga! …og þvílíkt sem lánið leikur við mig, alla daga!

Framúskarandi

Skyldu margir skara framúr vegna vissunnar um að vera fremstir allra í flokki? Eða hægir mögulega mest á farmförunum við vissuna um að engra bætinga sé þörf til að skara framúr?

Blessaður tölvupósts-blundurinn

Margir segja að blundur sé bölvun, you snooze you lose. Ekki ég, ég blunda án samviskubits og mæli með, alla daga! Sérstaklega mæli ég með tölvupóst-blundum. Háklassa póst-hugbúnaður eins og Spark (fyrir makka), Frontapp (fyrir teymi), eða Boomerang viðbótin í Gmail bjóða upp á brilljant blundi. Með þessum tólum get ég sent póst og fengið áminningu ef ekkert svar hefur borist innan segjum 2ja daga. Þá get ég valið að pósturinn fari út þegar ég tel líkegasta til að hitta viðtakandann vel fyrir, t.d. eftir að viðkomandi er nývaknaður að morgni, eftir góðan blund, nú eða í næstu viku ef viðkomandi bað mig um að hafa samband þá. Pósturinn fær leyfi til að lúra í úthólfinu þangað til.

ps. Outlook er ekki alveg jafn lipurt, en þú getur samt blundað póstinn, sjá hér nú eða frestað útsendingu, sjá hér.

Hvernig sefur þú í vinnunni?
Hvernig sefur þú í vinnunni? 150 150 Freyr

Afi á Heiði átti sína stund og sinn stað, sína aðferð, sinn bedda. Pabbi hafði sína aðferð. Á bakinu, olnbogabót yfir augun, útvarpið á.

,,Þetta er á Veðurstofu Íslands veðurspá. Skammt suður af landinu er víðáttumikil 1028 millibara…”

Þetta var yfirleitt nóg. Andardrátturinn þyngdist. Eftir hádegislúrinn kom svo í ljós hvort einhver hafði enst alla leið inn í Suðurlandsspána. Þar var ekki á vísan að róa. Það sem ekki brást að menn voru heldur betri eftir en fyrir.

Nú er komin ný kynslóð. Nýir tímar. Nú þarf ekki að leggja sig í hádeginu. Það er heldur enginn tími. Hvað ætli vinnufélagarnir segi? Yfirmaðurinn? Það er klárt veikleikamerki að leggja sig! Eða hvað?

20130508_164828

Nú er ég yfirmaðurinn. Ég reyni að fara á undan með góðu fordæmi. Geri það sem ég tel skila bestum afköstum og einbeitingu yfir daginn.  Nú legg ég mig í hádeginu, ef ég mögulega get. Af hverju? Michael Hyatt orðar það betur en ég gæti nokkru sinni í þessari grein.

Aðstaðan er ekki háþróuð. Það er æfingadýnan, púði úr sófa og fermingarteppið frá Rúnu frænku. Í eyrunum því miður ekki eintóna veðurlýsing af Bústaðavegi, heldur snark í eldiviði. Relax timer af Google Play. Nútíminn er hér.

Loksins er ég að verða maður með mönnum. Með teppi yfir eins og afi á Heiði. Höndin yfir eins og pabbi. Sama gildir. Ég er heldur betri á eftir.

Hvernig sefur þú í vinnunni?


Endurbirt í tilefni af 100 ára ártíð afa, Þorsteins Oddssonar frá Heiði á Rangárvöllum, fæddur 23. okt 1920.

Pistill áður birtur á https://blandan.wordpress.com 14. maí 2013 sem hluti af fyrsta opinbera skrifspretti höfundar.