örbylgjuhoppið

Hundurinn og rófan – Örbylgjuhoppið – Tíminn og textinn
Hundurinn og rófan – Örbylgjuhoppið – Tíminn og textinn 150 150 Freyr

Hundurinn og rófan

Stundum elti ég óróann inni í mér eins og hundur rófuna sína. Finn mig við skjáinn í endaleysu. Álíka kjánalegur og hundurinn, sé horft úr fjarska. Þá þarf ég að minna mig á að ég, rétt eins og hundurinn, á mér þjálfara. Sá er í öðrum hluta heilans, þessum skynsama.

Þessi “innri þjálfari” blæs því miður yfirleitt of seint í flautuna, eða ég hlusta ekki á hann, í öllum hamaganginum við að elta eigin rófu við skjáinn.

Hvað er til ráða?

  • Við getum kennt “hundinum” í okkur að hann leiki ekki frjáls, án þjálfara, hvenær sem honum dettur í hug!
  • Við getum skipulagt og bókað fyrirfram skjátímann, svo endaleysan fái enda!
  • Við verðum að tryggja að “flaut þjálfarans” sé þannig að við tökum eftir því!

Mikilvægt er að við séum umburðarlynd gagnvart “dýrinu” í þjálfuninni, reynum að skilja hvað fær það til að stökkva af stað, fyrirgefum því þegar það fer út af brautinni og reynum að læra inn á það.

Gott er einnig að hafa í huga að allir afþreyingar-hugbúnaðar-framleiðendur heimsins þekkja “hundinn” í okkur út og inn og leika á hann alla daga! Ef við leyfum “hundinum” að eiga leika sér ólar- og þjálfaralausum alla daga í slíku umhverfi, þá er nú nokkuð fyrirséð hvernig fer!

Örbylgjuhoppið

Hefurðu heyrt sögu Íedu Jónasdóttur Herman? Við Íslendingar kynntumst henni sem óstöðvandi töffara á tíræðisaldri. Mér gaf hún innblástur og ráð sem ég hugsa oft til.

Dæmi: Íedu fannst illa farið með tímann að bíða aðgerðalaus eftir örbylgjuofninum. Íeda bjó til “örbylgjuhoppið”. Hún notaði malið í örbylgjuofninum sem áminningu um hreyfingu. Hún hoppaði og hoppaði, án afláts, þar til ofn-bjallan gall. Lítið trix sem hélt henni á tánum, í orðsins fyllstu, langt fram á tíræðis aldur!

Tækifærin fyrir “örbylgjuhoppin” leynast víða. Okkar er að grípa þau!

Tíminn og textinn

Eftir slíka langloku má hugsa til Woodrow Wilson sem var spurður hvort hann gæti gefið 5 mínútna ræðu sem snöggvast? “Nei, alls ekki! Slíka ræðu tekur mig eina til tvær vikur að undirbúa, en ef ég má tala í klukkutíma eða meira, þá er ég tilbúinn strax!”

Þrenna vikunnar: Öryggisfulltrúinn, örbylgjuhoppið og gamla stýrikerfið
Þrenna vikunnar: Öryggisfulltrúinn, örbylgjuhoppið og gamla stýrikerfið 150 150 Freyr

1-Öryggisfulltrúinn

Tímarnir breytast og hætturnar með. Einu sinni var það hættulegasta á lífsleiðinni að fæðast, nú er öldin önnur og eitt það allra hættulegast er það sem þú ert að gera núna! Jebb, að sitja í einrúmi, kyrr á skjá. Augnablikið sjálft, að lesa þessa setningu er það ekki, en þegar augnablikin verða að dögum, mánuðum og árum þar sem við hreyfum okkur ekki nógu mikið, einangrumst, þá skapast hætta. Lúmsk hætta!

Í “alvöru” hættulegum störfum er gætt að fallvörnum, brunavörnum, þjálfun og vinnuferlum, öryggisfulltrúar standa vaktina og þökk sé frábæru starfi við forvarnir eru t.d. sjóslys, slys í atvinnuflugi eða álverum sárafá og banaslys fágæt, svo þar, líkt og með fæðingar forðum, er áhættan orðin allt önnur en hún var.

Svo þá er spurning, hver er þinn “öryggisfulltrúi”? Hver gætir að hreyfingunni í þínu fyrirtæki? Ertu að passa upp á þig? Gættu að hættunum!

2-Örbylgjuhoppið

Hreyfingarleysi og einangrun er varasöm, sagði ég að framan. Þá er gott að eiga lítil trix upp í erminni. Af slíku átti Ieda Jónasdóttir Herman heitin nóg. Í hvert sinn sem hún beið eftir örbylgjuofninum tók hún “örbylgjuhoppið” sitt, hún hoppaði og hoppaði sín litlu hopp í hvert sinn, fram á sína síðustu daga, á tíræðisaldri! Snjallt ekki satt? Viltu reyna? Eða útbúa þitt eigið “örbylgjuhopp”? Hnébeygjur eftir hverja klósettferð? Ganga í kringum húsið fyrir eða eftir hvern matartíma? Eða rösk ganga alltaf fimm mínútur í heila tímann?

3-Gamla stýrikerfið

Manstu eftir Windows 95 stýrikerfinu? Úrelt dæmi!

Talandi um gamalt stýrikerfi. Veistu hvenær fyrstu útgáfur af kjarnanum í “stýrikerfinu” sem mannskepnan “keyrir á” kom út? Fyrir 250 milljón árum! Langmest þróun og aðlögun stýrikerfis okkar fór fram hjá manninum og fyrirrennurum meðan þau störfuðu sem veiðimenn og safnarar á tæplega tveggja milljón ára tímabili! Svo ekki vera hissa þó að það taki aðeins á að aðlagast lífi með farsótt, mörg hver einangruð í litlu “boxi” starandi á tölvuskjá. Það er ekki eins og við séum gerð fyrir þetta!

Á sama tíma er samt óhætt að rifja upp að fyrirrennarar okkar hafa náð að aðlagast ótrúlegustu aðstæðum í gegnum tíðina, svo ekki er nú stýrikerfið ónýtt þó það sé farið að eldast. Við komumst í gegnum þetta á gömlu græjunni rétt eins og fyrri krísur!