Þrenna vikunnar: Aðalríkur allsgáði og tveir með

Þrenna vikunnar: Aðalríkur allsgáði og tveir með 150 150 Freyr

1-Aðalríkur allsgáði, Phelps og þú

Já, það er COVID, já það er möguleiki á verðbólguskoti, eldgosi, jarðskjálfta og umtalsverðar líkur á að himnarnir hrynji ofaná okkur, eins og Aðalríkur allsgáði benti reglulega á í Gaulverjabænum um árið. Hvað með það? Hvert setur þú athyglina og orkuna? Hver er þín leið til að hugsa meira um þín tækifæri, frekar en ógnanir? Hvernig neglir þú daginn eða vikuna?

Í þessu samhengi verður mér sérstaklega hugsað til Michael Phelps, besta sundmanns sögunnar, sem fylgdi nákvæmlega sömu rútínu fyrir hverja einustu keppni. Allt til að gera sitt sund sem best! Phelps útilokaði alla truflun, fækkaði óvissuþáttunum, fylgdi sínu ferli frá morgni til sunds, með ótrúlegum árangri! En þú? Hvernig tryggir þú þinn árangur? Að dagurinn í dag verði góður? Morgundagurinn enn betri? Hugsar meira um hvernig þú eflir þinn innri eld en möguleikann á eldi úr iðrum jarðar, eða aðrar ógnir heimsins?

2-Mjór er mikils vísir

Hvenær þarftu að skila? Vera klár með þitt? Eftir mánuð? Tvo, meira? Hvernig væri að snara 20 mínútum í verkið núna? Einni stuttri lotu? Hvað segja ekki máltækin góðu, mjór getur verið mikils vísir og hálfnað verk þá hafið er! Brjóttu ísinn og komdu kvörnunum í gang! Þú þakkar þér seinna!

3-Umsögnin

Það er fínt að auglýsa. Láta vita af þér og þínu. En ekki gleyma að auglýsing keppir aldrei við jákvæða umsögn eða ábendingu. Vinir treysta vinum. Er mögulega eitthvað sem þú getur gert í dag sem getur gert umsögn morgundagsins betri?

Freyr

Freyr Ólafsson stjórnendaráðgjafi og eigandi Stöku ehf

All stories by: Freyr

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

%d bloggers like this: