Þrenna vikunnar: Nýsköpun, frá og með öðrum, Ómar Ragnarsson og afköstin
Þrenna vikunnar: Nýsköpun, frá og með öðrum, Ómar Ragnarsson og afköstin https://stakaconsulting.com/wp-content/themes/corpus/images/empty/thumbnail.jpg 150 150 Freyr Freyr https://secure.gravatar.com/avatar/6fc7350236567ba89080c6738b689db3?s=96&d=mm&r=g- Freyr
- no comments
1 – Góðar hugmyndir koma frá öðrum
Í bók sinni, „Where good ideas come from“, segir Steve Johnson í löngu máli frá því hvaðan góðar hugmyndir koma. Ég get sparað þér langan lestur. Bókin segir: Góðar hugmyndir koma frá öðrum! Allt frá litlum nýjungum til helstu uppgötvanir sögunnar.
Í aðeins lengra máli: Nýsköpun blómstrar í samvinnu þar sem tækifæri til óvæntra tenginga eru til staðar. Magnaðar uppgötvanir spretta oft af litlum hugboðum og hugmyndum sem þroskast og þróast yfir í aðrar yfir langan tíma. Eða upp á enskuna: „Chance favors the connected minds.“
Ps. Ekki láta þig samt dreyma um að drifkrafturinn til að tengja og fylgja á eftir góða hugboðinu komi frá öðrum! Þitt er að láta kné fylgja kviði!
2 – Vatnskælar, hraðlar og klasar virka!
Í miðri COVID krísu er erfitt að mæla með hönnun sem hvetur til náinna samskipta, ég geri það samt. Samskipti geta verið góð og gefandi þó tveir metrar séu á milli:
- Ef þú vilt að fyrirtækið* þitt fóstri nýsköpun, hannaðu þá rýmið til óvæntra samskipta. Vatnskælar virka, ekki bara til að slökkva þorsta!
- Ef þú vilt að fyrirtækið þitt fóstri nýsköpun, skipuleggðu þá „hakkaþon“, nýsköpunardaga, „ship it“ daga. Ör samskipti og gerjun gefa!
- Ef þú vilt að fyrirtækið þitt fóstri nýsköpun, styddu þá við leik og lærdóm með öðrum. Þing geta þeytt hausum í gang. Rétt útfært samstarf fyritækja, t.d. klasasamstarf innan geira, getur gert tvo + tvo að einhverju miklu meira en fjórum!
*fyrirtæki = Fyrirtæki, stofnun, opinber aðili, í háskólanum nefnt einu orði skipulagsheild.
3 – Akstursráð Ómars og aukin afköst á skrifstofunni
Ég hugsa oft til Ómars Ragnarssonar við akstur. Ómar segir t.d. að þreyttur bílstjóri ætti ekki að berjast á móti þreytunni heldur taka „ör-blund“. Ég vil meina að það sama gildi við krefjandi skapandi vinnu. Eru nýjar hugmyndir hættar að koma? Ör-blundurinn endurnærir alla hugsun! Ekki er ör-æfingin verri! Prófaðu 4ra mínútna tabata** skrifstofu-æfingu og nýju hugmyndirnar hrúgast inn á eftir!
**4mín tabata = Æfing að eigin vali í 20 sekúndur, 10 sek hvíld, endurtekið 8 sinnum, alls 4 mínútur
Related
- Posted In:
- Þrenna vikunnar
You might also like
This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.
Leave a Reply