Þrenna vikunnar: Skölunin, borgarhundurinn og hamingjan í verkunum
Þrenna vikunnar: Skölunin, borgarhundurinn og hamingjan í verkunum https://stakaconsulting.com/wp-content/themes/corpus/images/empty/thumbnail.jpg 150 150 Freyr Freyr https://secure.gravatar.com/avatar/6fc7350236567ba89080c6738b689db3?s=96&d=mm&r=g- Freyr
- no comments
1-Skölunin
Skölun er skemmtilegt orð. Ómetanlegt í öllum rekstri. Að finna módel þar sem innkoman vex, öllu hraðar en fyrirhöfnin og útgjöldin. Að vinna með vogarafl þannig að hvert handtak verði að hundrað. Hver manneskja sem margir, hvert lítið teymi sem tugir. Að hver og einn geti unnið minna en skilað meiru! Hreint ekki alltaf augljóst, en mögulegt. Leitið og þér munuð finna!
2-Borgarhundurinn
Sem sveitamaður vorkenni ég oft borgarhundunum. Það er líkast til óþarfi. Hjá góðu fólki eru þeir líklega í betri málum en „bakveikir í Borgartúni“*. Hundurinn fær matinn á silfurfati , jafnvel í orðsins fyllstu, með öllum helstu næringarefnum, nægur tími fyrir núvitund og hugleiðslu, skíturinn er skafinn upp eftir þá og hreyfingin, maður lifandi! Ganga eða hlaup kvölds og morgna alla daga, teymdur áfram af elskandi þjálfara! Kannski borgar sig að vera borgarhundur eftir allt saman?!
3-Hamingjan í verkunum
Hamingjan, hún er hér, söng vinur minn Jónas. Holl áminning. Við þurfum þá kannski ekki að bíða eftir næsta stóra díl, að ná á toppinn fyrst hamingjuna má allt eins finna hér, á krókótta stígnum sem við stikum, í erfiðinu í dagsins önn. Eða eins og Tagore sagði: „Ég svaf og mig dreymdi dásemdarlíf. Ég vaknaði og lífið var verkum hlaðið. Ég vann og ég vann og vittu til, í verkunum var mín dásemd.“**
Neðanmáls:
*“Bakveikur í Borgartúni“ er frasi sem Simmi smiður og Bjarni Már bróðir nota gjarnan sem samheiti yfir okkur (of lengi) sitjandi skrifstofumenn.
**Þýðing mín á texta bengalska Nóbelskáldsins Rabindranath Tagore: „I slept and dreamt that life was joy. I awoke and saw that life was duty. I worked—and behold, duty was joy.“
Related
- Posted In:
- Þrenna vikunnar
You might also like
This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.
Leave a Reply