Þrenna vikunnar: Sóunar bingóið – Spurningar og svör – Kassarnir mínir
Þrenna vikunnar: Sóunar bingóið – Spurningar og svör – Kassarnir mínir https://stakaconsulting.com/wp-content/themes/corpus/images/empty/thumbnail.jpg 150 150 Freyr Freyr https://secure.gravatar.com/avatar/6fc7350236567ba89080c6738b689db3?s=96&d=mm&r=g- Freyr
- no comments
1-Sóunar bingóið
Ein mesta gleðin í ferlagreiningum, er að finna „fullkomna“ sóun. Endurtekin verk sem eru óþörf, án þess að nokkur hafi áttað sig á því.
Prófaðu að rýna í verkefnalistana og ferlana og spyrja þig, eða þitt fólk: Af hverju? Ítrekað, eins og forvitið barn varðandi hvern lið. Ef lokasvarið við spurninga-rununni er „bara“, eða „við höfum alltaf gert þetta svona“, þá gæti verið komið bingó!
2-Spurningar og svör
Ég titla mig ráðgjafa. Réttnefni? Ekki endilega. Í mínum huga er nefnilega engin spurning að krefjandi spurningar og góðar þagnir færa viðmælandanum fleiri svör en að ryðja frá sér ráðum.
3-Kassarnir mínir
Ég hef mikla trú á „kössum“ og lotum til að afkasta, föstum venjum og nota sjálfur nokkra vel valda „kassa“ til að koma frá mér Þrennu vikunnar:
- Geymslu-kassinn minn er í Notion, þangað hendi ég inn hugmyndum, hvenær sem þær koma til mín yfir vikuna. Ágætis geymsla, í dag með 300 punktum sem bíða síns tíma 😅
- Klukkan 7 á þriðjudagsmorgni, að lokinni léttri æfingu, stíg ég inn í kassa sem bíður mín á dagatalinu, legg hendur á lyklaborðið og byrja að skrifa. Skrifa þar til ég er kominn með (helst) þrjár hugmyndir, en þó aldrei lengur en til klukkan 9, með einni pásu í kringum 8 til að kveðja fólkið mitt.
- Klukkan 9:00 á fimmtudagsmorgni loka ég síðasta kassanum þegar ég ýti á takkann og sendi frá mér Þrennu vikunnar. Klukkutímana á undan fínisera ég og bý til birtingar, alltaf í næði, alltaf eftir einhverja hreyfingu.
Með kassana á sínum stað í dagatalinu, tryggi ég að hausinn hlaupi ekki útundan sér. Hafi sinn ramma, svo þú fáir örugglega Þrennu vikunnar. Ætli megi ekki kalla mig ferkantaðan? Eða hálfgerðan pappakassa? 🙂
Related
- Posted In:
- Þrenna vikunnar
You might also like
This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.
Leave a Reply