Þrenna vikunnar: Tannbursta trixið, símamörkin og framtíðin bjarta

Þrenna vikunnar: Tannbursta trixið, símamörkin og framtíðin bjarta 150 150 Freyr

1 – Tannbursta trixið
Hefurðu komið inn í nýtísku fjós? Séð kýrnar „plataðar“ inn í básinn með mélkögglum? Þannig halda þær sinni rútínu, fara sinn hring í gegnum daginn. Við erum ekki mikið flóknari, a.m.k. ekki ég! Mánuðum saman hef ég reynt að festa inn mína eftirfarandi einföldu þriggja spurninga kvöld-rútínu með misjöfnum árangri:
1. Er ég örugglega búinn að gera allt sem ég varð að gera í dag? 2. Hvernig lítur morgundagurinn út? Aðalatriðið? 3. Er æfing morgundagsins undirbúin?
Nema hvað, eftir alla mína innri baráttu hef ég loks fundið ráðið! Blað bíður mín innan á tannbursta-skápnum. Ég leyfi mér að haka við þegar kvöld-rútínan er afgreidd, ekki fyrr! Á básnum sem ég heimsæki á hverju kvöldi. Nú held ég glaður mínum hring í gegnum daginn, muuuu betri maður en áður!

2 – Símamörkin
Ferðu í jarðaför með kveikt á farsíma og öllum hringingum og tilkynningum? Leikhús? Atvinnuviðtal?  Einkastund með uppáhaldinu? Sölufund? Vinnufund með samstarfsmönnum? Mikilvæga vinnulotu með sjálfum þér? Í sumarfríið? Yfir allan daginn í vinnunni? Að spila með börnum, vinum? Heima utan vinnu?
Hvar dregur þú mörkin? Af hverju? Bókar þú tíma án síma? Ekki láta truflunina vera tilviljun! Þitt er valið!

3 – Bjarta framtíð
Mannskepnan er án efa færust af skepnum jarðar í að ímynda sér framtíðina. Þessi geta leggur grunninn að margvíslegum efasemdum, kvíða og jafnvel hræðslu við að taka af skarið. Hræðslu við að gera nýja hluti, koma á nýjum venjum, breyta rútínum. Sem er mögulega það sem við ættum að hræðast mest! Að taka ekki af skarið, bíða einn dag enn með að byggja upp nýjar venjur og rútínur, leggja á ný mið, undirbúa okkar björtu framtíð!

Freyr

Freyr Ólafsson stjórnendaráðgjafi og eigandi Stöku ehf

All stories by: Freyr

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

%d bloggers like this: